Fagnar 35 ára krýningarafmæli alsæl og ástfangin á Álftanesi

Á morgun eru 35 ár síðan Linda Pé var valin …
Á morgun eru 35 ár síðan Linda Pé var valin Ungfrú Heimur. Á þessum merka degi dvelur hún heima hjá sér á Álftanesi með kærastann sér við hlið en hann er í sinni fyrstu Íslandsheimsókn um þessar mundir. Samsett mynd

„Ég er nú bara ansi sátt við og stolt af því hvernig ég fór í gegnum það tímabil. En ef ég ætti að velja eitthvað eitt, þá hefði ég alveg verið til í að læra fyrr að annað fólk, það sem það gerir og segir, geti ekki stjórnað líðan minni. Það eru alltaf mínar eigin hugsanir sem stjórna tilfinningum mínum, hvorki annað fólk né kringumstæður. Þetta lærði ég með sjálfsvinnunni sem ég hef gert í gegnum fag mitt, lífsþjálfun,“ segir Linda Pétursdóttir fyrrum heimsfegurðardrottning þegar hún er spurð að því hvað hún hefði viljað vita þegar hún var kosin Ungfrú heimur.

Á morgun eru 35 ár síðan líf Lindu Pé umturnaðist þegar hún, 18 ára stúlka frá Vopnafirði var valin fegurst allra. 

Hvað hefur lífið aðallega kennt þér?

„Það er nú svo margt. Til dæmis að gefast ekki upp þótt á móti blási, að hafa trú á sjálfri mér og halda alltaf áfram. Og mikilvægasta fjárfestingin sem ég geri, er fjárfesting í sjálfri mér; mínum eigin heila.

Það er líka svo gott að muna að lífið fær að vera allskyns og búast ekki við því að hver einasti dagur eigi að vera fullkominn. Hinn fullkomni dagur er líka teygjanlegt hugtak.

Þegar við viljum lifa innihaldsríku og ástríku lífi þurfum við að vera tilbúin að upplifa allar tilfinningar. Lífið hefur sínar andstæður og því fylgir allt litróf tilfinninganna. Ef við viljum upplifa allar góðu tilfinningarnar þurfum við að vera tilbúin í þær erfiðu líka. Við fáum ekki að velja annað hvort. Stóru lífi fylgja stórar tilfinningar. Þegar við opnum á ástina getur því fylgt sorg og söknuður, þegar við opnum á spennuna og tilhlökkunina getur því fylgt vonbrigði, þegar við opnum á stolt og sigurtilfinningu getur því fylgt ótti, sjálfsefi og skömm. Þess vegna finnst mér mikilvægt að opna faðminn fyrir öllum tilfinningunum og minnka ekki líf okkar vegna ótta við að upplifa tilfinningar. Þær eru eðlilegur partur af lífi okkar og þroska. Svo er það í raun bara ákvörðun að hætta að líta í baksýnisspegilinn og fara að horfa fram á við. Það þjónar engum að horfa til baka og velta sér upp úr því hvernig hefði verið hægt að gera hlutina öðruvísi. Það býr til eftirsjá, sektarkennd og gremju. Ég vel mér kröftugar hugsanir sem þjóna mér og koma mér fram á við,“ segir Linda. 

Linda Pétursdóttir kosin ungfrú Ísland í fegurðarsamkeppni Íslands 1988 hér …
Linda Pétursdóttir kosin ungfrú Ísland í fegurðarsamkeppni Íslands 1988 hér ásamt foreldrum sínum Pétri Olgeirssyni og Ástu Danýju Hólmgeirsdóttur sem sitja við hlið hennar, en fyrir aftan stendur vinur hennar Eyþór Guðjónsson og Sævar bróðir hennar. ( skyggna úr safni fyrst birt 19880525 Mappa Fegurðarsamkeppni 2 síða 20 röð 3 mynd 3d ) mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Í tilefni af 35 ára heimsfegurðardrottningarafmæli Lindu ætlar hún að bjóða upp á beina útsendingu á netinu sem hún kallar:  Linda, ljós og skuggar og hefst útsendingin klukkan 12.00 á morgun.

„Þar sem ég mun sitja fyrir svörum, segja frá því hvernig ég hef unnið í því að styrkja sjálfsmynd mína og hvernig ég er að lifa mínu besta lífi núna 53 ára gömul,“ segir Linda. 

Hér er Linda Pétursdóttir kvöldið sem hún var kosin Ungfrú …
Hér er Linda Pétursdóttir kvöldið sem hún var kosin Ungfrú Ísland. Þetta var árið 1988 en síðar sama ár varð hún Ungfrú heimur. Við hlið hennar er Guðbjörg Gissurardóttir, sem varð í 2 sæti í Ungfrú Reykjavík. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Linda fann ástina á dögunum og þegar hún er spurð nánar út í hana segist hún alls ekki hafa átt von á því að verða ástfangin. 

„Já, ástin. Hún er æði. Ég átti ekki von á því að verða ástfangin en svona er nú bara lífið, alltaf að koma manni á óvart, sér í lagi ef maður þorir að stíga út fyrir þægindarammann og gera eitthvað nýtt,“ segir hún og hlær. 

Hvar kynntist þú kærastanum? 

„Kærasti minn hann Jaime og er spænskur. Við kynntumst á Ibiza fyrr á árinu. Hann er yndislegur, skemmtilegur, og algjör herramaður með latneskt blóð í æðum. Svo er hann líka guðdómlega fallegur. Hann er mikið náttúrubarn, vill helst vera berfættur alla daga og synda í sjónum,“ segir Linda og brosir og segir frá því að hann sé staddur á landinu akkúrat núna. 

„Hann er í sinni fyrstu heimsókn á Íslandi núna. Honum finnst kalt hjá okkur en elskar rólegheitin á Álftanesi,“ segir Linda. 

Linda Pé og kærastinn Jaime.
Linda Pé og kærastinn Jaime.

Hvernig verða jólin hjá ykkur?

„Við verðum á Spáni þar til rétt fyrir jól, þá komum við til Íslands og ætlum að njóta þeirra í rólegheitum og rómantík á Álftanesi. Ég elska jólahátíðina og hlakka svo til að verja jólunum með honum,“ segir hún. 

Hægt er að horfa á útsendinguna HÉR. 

Hér er Linda Pé heima hjá sér á Álftanesi þar …
Hér er Linda Pé heima hjá sér á Álftanesi þar sem henni líður best.
Þessi mynd var tekin nýlega þar sem Linda Pé var …
Þessi mynd var tekin nýlega þar sem Linda Pé var stödd á Spáni.
Linda Pé, Julia Morely og Ísabella.
Linda Pé, Julia Morely og Ísabella.
Hér er Linda Pétursdóttir í Lundúnum þar sem hún var …
Hér er Linda Pétursdóttir í Lundúnum þar sem hún var kosin Ungfrú heimur. BAR / Börkur Arnarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda