Heimsmeistari Einars Kárasonar rithöfundar segir frá glötuðum snillingi sem er ævifangi síns hrjúfa lundernis. Í samstarfi Smartlands og Forlagsins talar hann um nýjustu bók sína
„Ég var geysilegur áhugamaður um skák sem barn og unglingur. Ástæðan fyrir því að ég hætti var að ég var svo tapsár. Ég var alveg í öngum mínum ef ég tapaði skák og svaf ekki um nóttina. Myrkar hugsanir leituðu á mig,“ segir Einar en í Heimsmeistaranum skrifar hann um ungan sérvitran mann sem keppir um heimsmeistaratitil í skák í smáborginni Reykjavík. Sigurvegarinn eignaðist vinskap heimafólks sem löngu síðar bjargaði honum úr ógöngum.
Mörgum árum síðar hefur þessi hornótti einfari komið sér í meiri háttar ónáð hjá stjórnvöldum heimalands síns og situr í japönsku fangelsi, einmana og smáður. Þá grípa velunnarar frá eyjunni í norðri til sinna ráða og sækja heimsmeistarann yfir hálfan hnöttinn – en flóttinn til Íslands er dýru verði keyptur.