Svona hegða IceGuys sér þegar fólk sér ekki til

Það var stuð baksviðs hjá félögunum í IceGuys.
Það var stuð baksviðs hjá félögunum í IceGuys. Samsett mynd

Einn stærsti tónleikaviðburður ársins fór fram í Kaplakrika rétt fyrir jól en þá kom strákahljómsveitin IceGuys fram á þrennum tónleikum. Það fer enginn á svið óundirbúinn eins og sjá má á myndum sem ljósmyndarinn Thelma Arngrímsdóttir tók baksviðs. 

Þeir Aron Can, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason vörðu miklum tíma saman. Þeir þurftu að hita raddböndin upp sem og líkamann, dæmi um það er þegar Herra Hnetusmjör tók armbeygjur og sýndi þar með líkamlegan styrk sinn. 

Það er ekki hægt að fara ógreiddur eða ósnyrtur á svið. Hinn hárfagri Rúrik fékk greiðslu enda leggur hann mikið upp úr útlitinu eins og fram kom í þáttunum um strákabandið. Friðrik Dór rakaði sig baksviðs og aðrir pössuðu að láta baugana ekki sjást. 

Ýmislegt getur komið upp á baksviðs þegar mikið er um að vera og er sjón sögu ríkar. Hér fyrir neðan má sjá myndirnar. 

Herra Hnetusmjör sýndi líkamlegan styrk sinn.
Herra Hnetusmjör sýndi líkamlegan styrk sinn. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Aron Can fékk sér kaffi.
Aron Can fékk sér kaffi. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Jón Jónsson er þekktur fyrir að vera alltaf í stuði.
Jón Jónsson er þekktur fyrir að vera alltaf í stuði. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Aron Can tók sporið baksviðs.
Aron Can tók sporið baksviðs. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Rúrik Gíslason missti jafnvægið.
Rúrik Gíslason missti jafnvægið. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Herra Hnetusmjör var líka baksviðs.
Herra Hnetusmjör var líka baksviðs. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Vinirnir Aron Can og Jón Jónsson.
Vinirnir Aron Can og Jón Jónsson. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Krumla!
Krumla! Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Sandra Barilli lét sjá sig.
Sandra Barilli lét sjá sig. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Það fóru allir sætir á svið.
Það fóru allir sætir á svið. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Aðeins að taka út spegilmyndina.
Aðeins að taka út spegilmyndina. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Rauða kápan.
Rauða kápan. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Rúrik er þekktur fyrir fallegt hár.
Rúrik er þekktur fyrir fallegt hár. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Friðrik Dór lét lítið fyrir sér fara.
Friðrik Dór lét lítið fyrir sér fara. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Sandra Barilli var hress.
Sandra Barilli var hress. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Friðrik Dór mætti með rakvélina.
Friðrik Dór mætti með rakvélina. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Tónlistarmennirnir voru í mismunandi fötum.
Tónlistarmennirnir voru í mismunandi fötum. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál