Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur Baltasarsson og myndlistarkonan Sunneva Ása Weisshappel njóta lífsins saman á skíðum. Fjölskylda Baltasars er einnig stödd á skíðum í Frakklandi.
Þetta er ekki fyrsta skíðaferðin sem þau Sunneva og Baltasar fara í saman og eru þau greinilega vant skíðafólk. Fyrir tæpum tveimur árum fór parið saman í skíðaferð innanlands. Voru þá foreldrar Sunnevu með í för.
Það er nóg að gera hjá Baltasar og skíðaferðin líklega kærkomin afslöppun. Það er hvergi betra en að vera í núinu en í snævi þöktum brekkunum. Kvikmyndin Snerting verður frumsýnd á nýju ári og fleiri verkefni bíða.
„Ég er kominn með sjóð af verkefnum sem eru í þróun, á borð við þetta verkefni með Apple, sem ég hef verið að þróa frá upphafi. Ætli ég sé ekki með 20 verkefni í gangi sem ég er að þróa í samstarfi við ýmsa aðila,“ segir Baltasar Kormákur Baltasarsson, eigandi RVK Studios, í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudaginn.