Heitustu pör ársins 2023!

Það var mikið að gerast í ástarlífi landsmanna 2023.
Það var mikið að gerast í ástarlífi landsmanna 2023. Samsett mynd

Það er alltaf rétti tíminn til að finna hinn helminginn af sjálfum sér og leyfa sér að sleppa fram af sér beislinu. Sérstaklega þegar ástin er annars vegar.

Hafdís og Kleini urðu eitt! 

Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson, Kleini, byrjuðu saman á árinu. Í fyrstu vildu þau ekki kannast við það að vera saman þrátt fyrir að hún hefði staðfest það við blaðamann. 

Haf­dís Björg Kristjáns­dótt­ir og Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son byrjuðu saman á …
Haf­dís Björg Kristjáns­dótt­ir og Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son byrjuðu saman á árinu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hafdís og Jóhann fundu ástina!

Haf­dís Hrönn Haf­steins­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Jóhann H. Sigurðsson skrifstofustjóri Framsóknarflokksins fundu ástina á árinu.

Haf­dís og Jó­hann hafa bæði verið virk í fé­lags­starfi Fram­sókn­ar­flokks­ins um tíma. Jó­hann er son­ur Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar ráðherra og for­manns flokks­ins.

Hafdís og Jóhann byrjuðu saman á árinu.
Hafdís og Jóhann byrjuðu saman á árinu. Samsett mynd

Hilmir Snær og Vala Kristín!

Sum­ar­ást­in greip leik­ar­ana Völu Krist­ínu Ei­ríks­dótt­ur og Hilmi Snæ Guðna­son. Leik­ar­arn­ir hafa báðir verið af­kasta­mikl­ir á ís­lensku leik­sviði, en Hilm­ir og Vala Krist­ín unnu náið sam­an í sýn­ing­unni Ole­anna sem sýnd var í Borg­ar­leik­hús­inu á síðasta leik­ári.

Nokk­ur ald­urs­mun­ur er á par­inu, en Hilm­ir er fædd­ur árið 1969 og Vala Krist­ín árið 1991.

Hilmir Snær og Vala Kristín.
Hilmir Snær og Vala Kristín. Samsett mynd

Þórður Daníel og Ásdís Rán

Þórður Daní­el Þórðar­son og Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir fundu hvort annað á árinu. Þórður Daní­el er þekkt ís­lensk út­varps­stjarna en síðustu fimm ár hef­ur hann búið í Búlgaríu. Hann rek­ur Icestore í borg­inni Plovdiv en versl­un­in sel­ur nikó­tín­púða og rafsíga­rett­ur.

Ásdísi Rán þarf lík­lega ekki að kynna en hún skaust upp á stjörnu­him­in­inn á ung­lings­aldri fyr­ir fyr­ir­sætu­störf sín. 

Þórður Daníel Þórðarson og Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
Þórður Daníel Þórðarson og Ásdís Rán Gunnarsdóttir.

Ari og Tinna

Grín­ist­inn Ari Eld­járn og Tinna Brá Bald­vins­dótt­ir, eig­andi hönn­un­ar­versl­un­ar­inn­ar Hríms, fundu hvort annað á árinu. Ari er einn ást­sæl­asti grín­isti Íslands frá upp­hafi og sá fyrsti til að flytja uppistand sitt á Net­flix. Tinna er annálaður fagurkeri og smekkona enda rekur hún gjafavöruverslun. Saman eru þau fyndin og skemmtileg eins og sást í Jólablaði Morgunblaðsins þar sem þau prýddu forsíðuna. 

Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir.
Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Margeir og Karen byrjuðu saman

Mar­geir Ing­ólfs­son og Kar­en Grét­ars­dótt­ir fundu hvort annað á árinu sem er að líða. Mar­geir er þekkt­ur plötu­snúður og það er Kar­en reynd­ar líka. Hún kall­ar sig Duchess og hef­ur þeytt skíf­um um all­an heim. Auk þess að þeyta skíf­um stund­ar hún lög­fræðinám. Mar­geir hef­ur unnið lengi í hug­búnaðar­geir­an­um og er ráðgjafi og stjórn­ar­formaður Hugs­miðjunn­ar. 

Margeir og Karen.
Margeir og Karen. Samsett mynd

Eva Pandora og Helgi Hrafn

Eva Pandora Bald­urs­dótt­ir og Helgi Hrafn Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi þing­menn Pírata, fundu ást­ina þegar þau tóku sam­an leigu­bíl eft­ir árs­hátíð fé­lags fyrr­um þing­manna. 

Eva Pandora sat á þingi fyr­ir hönd Pírata 2016-2017 en Helgi Hrafn frá 2013-2016 og svo aft­ur á ár­un­um 2017-2021. 

Eva Pandora og Helgi Hrafn.
Eva Pandora og Helgi Hrafn. Samsett mynd

Hildur og Óskar Páll

Hild­ur Árna­dótt­ir inn­an­húss­hönnuður og eig­andi Studio Homested og Óskar Páll Sveins­son kvik­mynda­gerðamaður fundu hvort annað á árinu. Þau mættu sam­an í Há­skóla­bíó þegar kvik­mynd­in Til­ver­ur eft­ir Ninnu Pálma­dótt­ir var frum­sýnd á fimmtu­dag­inn í til­efni af kvik­mynda­hátíðinni Riff. 

Óskar Páll hef­ur gert það gott í heimi kvik­mynda, heim­ilda­mynda og í aug­lýs­inga­gerð í gegn­um tíðina. Hann hef­ur líka fram­leitt marga skemmti­lega sjón­varpsþætti. Á sama tíma og Óskar Páll hef­ur séð til þess að fólki leiðist ekki hef­ur Hild­ur fegrað um­hverfi lands­manna með smekk­vísi og sölu á hönn­un­ar­vör­um. 

Hildur Árnadóttir og Óskar Páll Sveinsson.
Hildur Árnadóttir og Óskar Páll Sveinsson.

Ólafur og Guðrún Ragna nýtt par

Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda, og Guðrún Ragna Hreins­dótt­ir, gæðastjóri hjá Há­skól­an­um í Reykja­vík byrjuðu saman á árinu. Þau fóru sam­an í róm­an­tíska ferð til Dan­merk­ur þar sem ást­in geislaði af þeim. 

„Góðir dag­ar í Kaup­manna­höfn með mik­illi aðventu-hyg­ge, glöggi og góðum mat,“ skrifa þau á sam­fé­lags­miðla og birta mynd­ir úr ferðinni til Kaup­manna­hafn­ar. 

Ólafur og Guðrún Ragna.
Ólafur og Guðrún Ragna.

Agnes og Guðmundur Arnar

Agnes Hlíf Andrés­dótt­ir viðskipta­stjóri á aug­lýs­inga­stof­unni Hvíta hús­inu og Guðmund­ur Arn­ar Guðmunds­son einn af eig­end­um Aka­dem­i­as og Hoobla byrjuðu saman á árinu. Bæði hafa þau verið áber­andi í viðskipta­líf­inu og aug­lýs­inga­heim­in­um. Hann var áður markaðsstjóri Nova, Íslands­banka og Wow air áður en hann stofnaði Aka­dem­i­as og kom inn í hlut­hafa­hóp Hoobla. 

Agnes Hlíf starfaði áður á H:N aug­lýs­inga­stof­unni. Þau Agnes Hlíf og Guðmund­ur Arn­ar eiga það sam­eig­in­legt að kunna að njóta menn­ing­ar og lista. Þeim finnst gam­an að ferðast, stunda heilsu­rækt og rann­saka lífið í allri sinni dýrð. 

Agnes og Guðmundur Arnar.
Agnes og Guðmundur Arnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda