Sá sem á von á mikið

Fannar Jónsson bæjarstjóri í Grindavík var hrærður þegar hann var …
Fannar Jónsson bæjarstjóri í Grindavík var hrærður þegar hann var kosin manneskja ársins af lesendum Smartlands. Samsett mynd

Það gekk mikið á á árinu sem er að líða, hvort sem fólk bjó í raunheimum eða glansheimum. Oftar en ekki er glansheimurinn nátengdur raunheiminum og þegar lífið er annars vegar getur allt gerst. Móðir náttúra fer sína leið og einhvern veginn höfum við sem þjóð náð að lifa af allar helstu hremmingar sem hægt er að upplifa í gegnum aldirnar. Hvernig fór þjóðin að því? Jú, líklega með seiglunni sem einkennir landsmenn. Það að gefast aldrei upp og treysta á að allt reddist er kannski bara ekki svo slæmt viðhorf þegar öllu er á botninn hvolft. Víkingarnir voru skapheitir og börðust en það er hægt að berjast á annan hátt en að öskra og æpa. Siðmenntaðar þjóðir eru búnar að læra að það nær enginn árangri með góli einu og sér.

Lesendur Smartlands eru með hjartað á réttum stað en það sannaðist enn eina ferðina þegar Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík var kosinn manneskja ársins.

Fannar hefur staðið í ströngu síðan jarðhræringar hófust í bæjarfélaginu. Hann hefur vakið athygli fyrir sitt rólega og yfirvegaða yfirbragð sem er traustvekjandi. Fólk tekur frekar mark á þannig fólki og treystir því fyrir lífi sínu. Fannar hefur víðtæka reynslu af hamförum en hann var á vaktinni þegar stóru jarðskjálftarnir urðu á Suðurlandi árið 2000. Fannar hefur verið bæjarstjóri í Grindavík síðan 2017 og síðan þá hefur gosið fjórum sinnum á svæðinu. Til að byrja með þótti það gaman og krúttlegt þegar túristagosin komu hvert á fætur öðru en þegar fólk þarf að yfirgefa heimili sín vegna yfirvofandi eldgosahættu breytist sviðsmyndin.

Það þarf að huga að mörgu þegar rýma þarf heilt bæjarfélag. Hvert á fólk að fara? Hvar á það að búa? Hvað verður um vinnuna? Hvað með skólagöngu barnanna? Hvað verður um skuldirnar? Er heimili mitt ónýtt? Hvað verður um mig? Hvað verður um okkur? Eigum við framtíð? Spurningarnar eru óteljandi og svörin fá.

Það veit enginn raunverulega hvað gerist næst – ekki heldur Fannar þótt hann standi vaktina og voni það besta. Þegar fótunum er kippt undan fólki þarf mikinn innri styrk til þess að gefast ekki upp og fólk þarf skýra leiðtoga sem það treystir. Fannar er augljóslega einn af þeim. Hann vonast eftir því að Grindavík geti komist á sama stað og Vestmannaeyjar. Að það sé hægt að byggja aftur upp blómlegt samfélag í Grindavík.

Í myrkrinu sem fylgir óvissunni um framtíðina er nauðsynlegt að hafa von. Á myrkum stundum er vonin oft eina haldreipið en sagt er að þeir sem eigi von eigi eitthvað sem ekki er hægt að hrifsa burt. Von er ekki mæld í auðsöfnun eða starfsframa, glansfötum eða demöntum þótt allir þeir hlutir eigi rétt á sér.

Á tímamótum sem þessum langar mig að þakka lesendum fyrir ánægjulega samfylgd á árinu.

Gleðilegt ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda