Ásdís Rán vill Rottweiler á Bessastaði, betri tísku og einkaþotu

Ásdís Rán væri til í að breyta ýmsu á Bessastöðum.
Ásdís Rán væri til í að breyta ýmsu á Bessastöðum. Ljósmynd/Momchil Hristov

Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir tekur þátt í nýjasta samkvæmisleik Íslendinga og mátar sig við forsetaembættið. Sem forseti ætlar Ásdís Rán að vinna í þágu fólksins hvort sem það er að byggja íbúðir eða bæta fatasmekk fólks. 

„Ég ætla að bjóða mig fram á Bessastaði, kem til með að byrja á því að flytja inn nýjasta Bentleyinn í svörtum lit og fer ekki út úr húsi nema á vel flögguðum bíl með íslenska fánanum eins og tíðkaðist forðum ásamt fylgdarliði, svo langar mig í 2 stóra Rottweiler á lóðina,“ skrifar Ásdís Rán í léttum tón á Facebook-síðu sína. 

Kemur svo að alvarlegri málum og er henni annt um börn, gamalmenni og öryrkja.

„Ég ætla að setja ný lög um sértaka skatta á fólk og fyrirtæki sem eiga ekki aura sinna tal og hirða af þeim góða prósentu (eins og í Svíþjóð) sem fer beint í að byggja fullt af leikskólum, ódýrum eða fríum íbúðum fyrir ungt fólk, aldraða og öryrkja ásamt auðvitað frírri læknisþjónustu fyrir almenning sem tíðkast líka hjá nágrannalöndum okkar,“ skrifar Ásdís Rán. 

Akureyri er hugleikin Ísdrottningunni. „Svo kem ég til með að byrja fólksflutninga til Akureyrar þar sem ný höfuðborg verður krýnd 2050 í sólinni án jarðhræringa. Á sama tíma verða framkvæmdir á stærsta skíðasvæði Evrópu uppi á jökli nær Akureyri og alþjóðaflugvöllur í leiðinni.“

Tískan er aldrei langt undan þegar Ásdís Rán er annars vegar. „Ég kem til með að ráða „beauty team“ á Bessastaði og einungis dressa mig í fínasta púss frá þekktustu hönnuðum heims og í leiðinni setja „dresscode“ á þingmennina, tískan hjá þessum hópi er til skammar,“ skrifaði Ásdís Rán sem lauk framboðsloforðunum með því að segja að hún væri til í sérmerkta einkaþotu, en hún væri lítið fyrir almenn farrými. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda