Nóttin: „Það er BDSM-lögmaður að trufla showið mitt“

Vilhjálmur H. Vilhjálsson, Helgi Brynjarsson, Brynjar Níelsson, Birkir Kritinsson, Ragnhildur …
Vilhjálmur H. Vilhjálsson, Helgi Brynjarsson, Brynjar Níelsson, Birkir Kritinsson, Ragnhildur Gísladóttir, Áslaug Björgvinsdótti og Kristrún Frostadóttir. Samsett mynd

Nótt­in skráði sig á Tind­er til að reyna að lífga upp á janú­ar­inn enda­lausa. Hún tók Ingu Tinnu á þetta og skellti nýj­um bak­grunni á átta ára gamla bik­iní­mynd. Taí­land var það heill­in. Svo mjókkaði Nótt­in aðeins á sér hand­legg­ina í leiðinni. Það er víst það sem kon­urn­ar í of­ur­konu­jökk­un­um gera þessa dag­ana! 

Það var fjör í sirka kort­er eða þangað til einn af gömlu kær­ust­un­um henn­ar mömmu dúkkaði upp og súper­lækaði Nótt­ina. Þótt Nótt­inni þyki vænt um móður sína þá er kannski full­langt gengið að erfa gömlu séns­ana henn­ar meðan hún finn­ur sig á tantra­nám­skeiði á Indlandi.

Vilhjálmur Vilhjálmsson
Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Til að reyna að gleyma öll­um heims­ins ut­an­bæjar­stríp­um ákvað Nótt­in að skella sér á þorra­blót Stjörn­unn­ar í Garðabæ. Pabbi og nýja kær­ast­an keyptu borð og buðu Nótt­inni að sitja með þeim. Mjög sorg­leg staða - en staða engu að síður. Nótt­in reyndi að líta í kring­um sig og reyna að finna ein­hverja álit­lega. Best leist henni á Villa Vill lög­fræðigún en það versnaði því því þegar hann fór að æpa á koll­ega sinn Helga Brynj­ars­son (son Brynj­ars Ní­els­son­ar) sem var með uppistand. Ástæðan var um­mæli þess fyrr­nefnda um Jón Bald­vin. Það dó eitt­hvað innra með Nótt­inni þegar Helgi sagði: „Er ein­hver gæsla hérna? Það er BDSM- lögmaður Íslands að trufla showið mitt Getið þið fjar­lægt hann?“

Sigþrúður Ármann og Mar­grét Íris Ármann Bald­urs­dótt­ir Ex­edra-drottn­ing­ar voru í rosa­leg­um föt­um á þorra­blót­inu og það var líka Gyða Dan Johan­sen of­ur­bomba. Djöf­ull myndi Nótt­in vilja líta svona út eft­ir 35 ár! Þar var líka besti vin­ur Villa Vill, Þorteinn M. Jóns­son fyrr­ver­andi út­rás­ar­vík­ing­ur með flotta kampa­víns­flösku. Ása Tryggva­dótt­ir markaðsstjóri lét sig ekki vanta og held­ur ekki Helga Krist­ín Bier­ing lög­fræðing­ur, Hulda María Stef­áns­dótt­ir sak­sókn­ari, Elín María Björns­dótt­ir fyrr­ver­andi sjón­varps­stjarna í Brúðkaupsþætt­in­um Já og Björg Fenger fjár­fest­ir. 

Björg Fenger,
Björg Fenger, Ljós­mynd/​Aðsend

Nótt­in ákvað að leggja sitt af mörk­um til þess að lækka verðbólg­una og skellti sér á út­sölu­markaðinn í Holta­görðum á laug­ar­dag­inn. Planið var að reyna að finna pallí­ettukjól fyr­ir lítið þar sem Nótt­in hef­ur ekki enn kom­ist í kjól­inn sem hún fékk um dag­inn. Það voru greini­lega fleiri í sömu spor­um og Nótt­in eins og til dæm­is Þórður Magnús­son frá­far­andi stjórn­ar­formaður Eyri In­vest. Það fyllti Nótt­ina ör­ygg­is­til­finn­ingu því það verður eng­inn rík­ur nema kunna að spara. 

Þórður Magnússon fráfarandi stjórnarformaður í Eyrir Invest.
Þórður Magnús­son frá­far­andi stjórn­ar­formaður í Eyr­ir In­vest. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Eft­ir pallí­ettu­kaup­in kom Nótt­in við á Kjar­vals­stöðum. Hún var búin að stein­gleyma Kristrúnu Frosta­dótt­ur, sem er víst starf­andi formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar en virðist vera horf­in af yf­ir­borði jarða. Hún er þó ekki í lífs­lokameðferð því hún var á Kjar­vals­stöðum með börn­in með vel blásið hár. 

Kristrún Frostadóttir.
Kristrún Frosta­dótt­ir. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Það var allt með kyrr­um kjör­um á Kalda­bar aldrei þessu vant, eng­inn fræg­ur enda all­ir upp­tekn­ir í ná­granna­bæj­um á þorra­blót­um. 

Nótt­in skellti sér á Eyja­tón­leik­ana sem voru í Hörpu á laug­ar­dags­kvöldið. Þar var Alma Möller land­lækn­ir, Víðir Reyn­is­son lög­regluþjónn, Þór Sig­fús­son fram­kvæmda­stjóri og Bryn­dís Har­alds­dótt­ir þingmaður. Þar var líka Birk­ir Krist­ins­son, fyrr­ver­andi fót­bolta­hetja, og nú­ver­andi eig­inmaður Ragn­heiðar Gísla­dótt­ur drottn­ing­ar Íslands. 

Birkir Kristinsson og Ragnhildur Gísladóttir.
Birk­ir Krist­ins­son og Ragn­hild­ur Gísla­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Nótt­in hefði vel getað ímyndað sér að fara á tón­leika með FLOTT í Saln­um í Kópa­vogi en nennti eng­an veg­inn út fyr­ir Reykja­vík tvisvar sömu helg­ina. Þar var víst Andrés Pírati. Hann gerði sér ferð úr hönn­unarraðhús­inu í Laug­ar­daln­um. 

Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður á Logos.
Áslaug Björg­vins­dótt­ir lögmaður á Logos.

Dauft var yfir skemmtistöðum miðbæj­ar­ins á laug­ar­dags­kvöldið. Meira að segja Kjar­val var hálf­tóm­ur. Áslaug Björg­vins­dótti lögmaður á Logos var samt í stuði ásamt vin­kon­um sín­um og það var Stefán Ein­ar Stef­áns­son sjón­varps­stjarna í Spurs­mál­um líka. Nótt­in kíkti á Kalda. Þar var eng­inn. Ekki einu sinni nein­ar sorg­leg­ir gaml­ir menn með vín­mar­in­eruð and­lit. Hún fór því bara heim. Ein! Ein og flott! 

Á sunnu­dag­inn ákvað Nótt­in að skella sér í göngu­túr. Henni finnst auðvitað best að skoða í búðir og stunda lík­ams­rækt á sama tíma, maxa tím­ann. Þegar hún skrölti niður Skóla­vörðustíg­inn rakst hún á of­ur­hjón­in Egil Helga­son sjón­varps­stjörnu og Sig­ur­veig Kára­dótt­ur. Þau drukku kaffi úti í frosti og snjó. Það er voða er­lend­is en á sama tíma mjög spes. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda