Nóttin: „Það er BDSM-lögmaður að trufla showið mitt“

Vilhjálmur H. Vilhjálsson, Helgi Brynjarsson, Brynjar Níelsson, Birkir Kritinsson, Ragnhildur …
Vilhjálmur H. Vilhjálsson, Helgi Brynjarsson, Brynjar Níelsson, Birkir Kritinsson, Ragnhildur Gísladóttir, Áslaug Björgvinsdótti og Kristrún Frostadóttir. Samsett mynd

Nóttin skráði sig á Tinder til að reyna að lífga upp á janúarinn endalausa. Hún tók Ingu Tinnu á þetta og skellti nýjum bakgrunni á átta ára gamla bikinímynd. Taíland var það heillin. Svo mjókkaði Nóttin aðeins á sér handleggina í leiðinni. Það er víst það sem konurnar í ofurkonujökkunum gera þessa dagana! 

Það var fjör í sirka korter eða þangað til einn af gömlu kærustunum hennar mömmu dúkkaði upp og súperlækaði Nóttina. Þótt Nóttinni þyki vænt um móður sína þá er kannski fulllangt gengið að erfa gömlu sénsana hennar meðan hún finnur sig á tantranámskeiði á Indlandi.

Vilhjálmur Vilhjálmsson
Vilhjálmur Vilhjálmsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til að reyna að gleyma öllum heimsins utanbæjarstrípum ákvað Nóttin að skella sér á þorrablót Stjörnunnar í Garðabæ. Pabbi og nýja kærastan keyptu borð og buðu Nóttinni að sitja með þeim. Mjög sorgleg staða - en staða engu að síður. Nóttin reyndi að líta í kringum sig og reyna að finna einhverja álitlega. Best leist henni á Villa Vill lögfræðigún en það versnaði því því þegar hann fór að æpa á kollega sinn Helga Brynjarsson (son Brynjars Níelssonar) sem var með uppistand. Ástæðan var ummæli þess fyrrnefnda um Jón Baldvin. Það dó eitthvað innra með Nóttinni þegar Helgi sagði: „Er einhver gæsla hérna? Það er BDSM- lögmaður Íslands að trufla showið mitt Getið þið fjarlægt hann?“

Sigþrúður Ármann og Margrét Íris Ármann Baldursdóttir Exedra-drottningar voru í rosalegum fötum á þorrablótinu og það var líka Gyða Dan Johansen ofurbomba. Djöfull myndi Nóttin vilja líta svona út eftir 35 ár! Þar var líka besti vinur Villa Vill, Þorteinn M. Jónsson fyrrverandi útrásarvíkingur með flotta kampavínsflösku. Ása Tryggvadóttir markaðsstjóri lét sig ekki vanta og heldur ekki Helga Kristín Biering lögfræðingur, Hulda María Stefánsdóttir saksóknari, Elín María Björnsdóttir fyrrverandi sjónvarpsstjarna í Brúðkaupsþættinum Já og Björg Fenger fjárfestir. 

Björg Fenger,
Björg Fenger, Ljósmynd/Aðsend

Nóttin ákvað að leggja sitt af mörkum til þess að lækka verðbólguna og skellti sér á útsölumarkaðinn í Holtagörðum á laugardaginn. Planið var að reyna að finna pallíettukjól fyrir lítið þar sem Nóttin hefur ekki enn komist í kjólinn sem hún fékk um daginn. Það voru greinilega fleiri í sömu sporum og Nóttin eins og til dæmis Þórður Magnússon fráfarandi stjórnarformaður Eyri Invest. Það fyllti Nóttina öryggistilfinningu því það verður enginn ríkur nema kunna að spara. 

Þórður Magnússon fráfarandi stjórnarformaður í Eyrir Invest.
Þórður Magnússon fráfarandi stjórnarformaður í Eyrir Invest. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir pallíettukaupin kom Nóttin við á Kjarvalsstöðum. Hún var búin að steingleyma Kristrúnu Frostadóttur, sem er víst starfandi formaður Samfylkingarinnar en virðist vera horfin af yfirborði jarða. Hún er þó ekki í lífslokameðferð því hún var á Kjarvalsstöðum með börnin með vel blásið hár. 

Kristrún Frostadóttir.
Kristrún Frostadóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Það var allt með kyrrum kjörum á Kaldabar aldrei þessu vant, enginn frægur enda allir uppteknir í nágrannabæjum á þorrablótum. 

Nóttin skellti sér á Eyjatónleikana sem voru í Hörpu á laugardagskvöldið. Þar var Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson lögregluþjónn, Þór Sigfússon framkvæmdastjóri og Bryndís Haraldsdóttir þingmaður. Þar var líka Birkir Kristinsson, fyrrverandi fótboltahetja, og núverandi eiginmaður Ragnheiðar Gísladóttur drottningar Íslands. 

Birkir Kristinsson og Ragnhildur Gísladóttir.
Birkir Kristinsson og Ragnhildur Gísladóttir. Ljósmynd/Aðsend

Nóttin hefði vel getað ímyndað sér að fara á tónleika með FLOTT í Salnum í Kópavogi en nennti engan veginn út fyrir Reykjavík tvisvar sömu helgina. Þar var víst Andrés Pírati. Hann gerði sér ferð úr hönnunarraðhúsinu í Laugardalnum. 

Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður á Logos.
Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður á Logos.

Dauft var yfir skemmtistöðum miðbæjarins á laugardagskvöldið. Meira að segja Kjarval var hálftómur. Áslaug Björgvinsdótti lögmaður á Logos var samt í stuði ásamt vinkonum sínum og það var Stefán Einar Stefánsson sjónvarpsstjarna í Spursmálum líka. Nóttin kíkti á Kalda. Þar var enginn. Ekki einu sinni neinar sorglegir gamlir menn með vínmarineruð andlit. Hún fór því bara heim. Ein! Ein og flott! 

Á sunnudaginn ákvað Nóttin að skella sér í göngutúr. Henni finnst auðvitað best að skoða í búðir og stunda líkamsrækt á sama tíma, maxa tímann. Þegar hún skrölti niður Skólavörðustíginn rakst hún á ofurhjónin Egil Helgason sjónvarpsstjörnu og Sigurveig Káradóttur. Þau drukku kaffi úti í frosti og snjó. Það er voða erlendis en á sama tíma mjög spes. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda