Fjallið keyrir um á rándýrum Range Rover

Hafþór Júlíus Björnsson keyrir um á áberandi bíl.
Hafþór Júlíus Björnsson keyrir um á áberandi bíl. Samsett mynd

Hafþór Júlíus Björnsson kraftlyftingamaður, sem oft er kallaður Fjallið, hefur vakið athygli í umferðinni þar sem hann ferðast um á grænblárri lúxuskerru. 

Um er að ræða 2021 árgerð af Range Rover frá Land Rover sem kom á göturnar í mars það ár. Bíllinn er fagurlega hannaður og er á svörtum felgum og með dökkum lituðum rúðum. Samskonar bílar kosta á bilinu 16-20.000.000 kr.

Það er þó ekki mikið úrval af notuðum slíkum bílum til sölu á íslenskum bílasölum og ekki einn einasta í grænbláum lit.  

Range Rover frá Land Rover í grænbláum lit hefur vakið …
Range Rover frá Land Rover í grænbláum lit hefur vakið athygli. mbl.is/MM

Bifreið hinna ríku og frægu

Lengi hafa Range Rover-bifreiðar þótt stöðutákn, ekki bara hérlendis heldur um allan heim. Fjöldi Range Rover bifreiða náði hámarki hérlendis fyrir hrun en nú er þeim að fjölga aftur á götunum. Lárus Welding var einn af þeim sem keyrði um á Range Rover í boði bankans fyrir hrun eins og kom fram í bók sem hann skrifaði um sína upplifun af bankahruninu. 

Lárus Welding keyrir um á glansandi Range Rover.
Lárus Welding keyrir um á glansandi Range Rover. Samsett mynd

„Þetta var mjög anna­sam­ur dag­ur og ég kom allt of seint í af­mæli dótt­ur minn­ar. Ég hafði þá gleymt að ég átti að sækja mat­inn fyr­ir börn­in þannig að ég olli líka von­brigðum heima fyr­ir. Ég gat því lítið notið sam­ver­unn­ar í af­mæl­inu því að ég var með hug­ann við skulda­bréfa­út­boðið. Ég spurði sjálf­an mig hvort ég ylli þessu for­stjóra­starfi. Þá var dyra­bjöll­unni hringt og fyr­ir utan stóð glaðhlakka­leg­ur starfsmaður B&L sem af­henti mér með ham­ingjuósk­um lykla að glæ­nýj­um bíl. Í ráðning­ar­samn­ingn­um var ákvæði um að bank­inn skyldi sjá mér fyr­ir bíl og í takt við tíðarand­ann var ákveðið að það væri Range Rover af fín­ustu gerð. Þannig var einn slík­ur pantaður en af­hend­ing­in gat ekki komið á verri tíma. Mig langaði mest að biðja mann­inn um að koma síðar. Mér fannst ég ekki eiga skil­inn svona glæsi­vagn og þessi uppá­koma kór­ónaði dag­inn,“ skrif­ar Lár­us í bók sinni. 

Síðasta haust keypti hann sér annan svona bíl. 

Birgitta Líf Björnsdóttir keyrir um að Range Rover sem kom …
Birgitta Líf Björnsdóttir keyrir um að Range Rover sem kom á göturnar síðasta sumar. Samsett mynd

Smartland greindi frá því á dögunum að Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class og áhrifavaldur, væri komin á nýjan Range Rover. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda