Camilla Rut og Valli eru trúlofuð

Camilla Rut og Valgeir eru trúlofuð.
Camilla Rut og Valgeir eru trúlofuð. Skjáskot/Instagram

Camilla Rut Rúnarsdóttir, áhrifavaldur og eigandi Camy Collections, og Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Pizza 107, eru trúlofuð.

Camilla Rut greindi frá trúlofuninni í færslu á Instagram, en með færslunni birti hún fallegt myndband af trúlofuninni sem var þann 1. september 2023. Við færsluna skrifaði hún: „01.09.23. Bara ég, þú, strákarnir okkar & hringurinn hennar ömmu.“

Camilla Rut og Valgeir byrjuðu að stinga saman nefjum haustið 2022 og opinberuðu samband sitt í nóvember. Í apríl 2023 greindu þau svo frá því að þau væru á leið í sambúð og heljarinnar framkvæmdir á framtíðarheimilinu á Seltjarnarnesi. 

Smartland óskar þeim innilega til hamingju með ástina!

View this post on Instagram

A post shared by Camilla Rut (@camillarut)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda