Hildur Sif frumsýndi nýja kærastann

Hildur Sif Hauksdóttir og Páll Orri Pálsson eru nýtt par.
Hildur Sif Hauksdóttir og Páll Orri Pálsson eru nýtt par. Skjáskot/Instagram

Áhrifa­vald­ur­inn Hild­ur Sif Hauks­dótt­ir frum­sýndi nýja kær­ast­ann á In­sta­gram-síðu sinni með fal­legri af­mæliskveðju. Sá heppni heit­ir Páll Orri Páls­son og er út­varps­maður. 

Hild­ur Sif birti fal­lega mynd af par­inu í af­mæliskveðju sem hún sendi Páli Orra á In­sta­gram í gær. Sex ára ald­urs­mun­ur er á par­inu, en Hild­ur Sif er fædd árið 1993 á meðan Páll Orri er fædd­ur 1999. 

Hild­ur Sif starfar sem sér­fræðing­ur hjá fjár­tæknifyr­ir­tæk­inu Salt­Pay, en hún flutti ný­verið heim til Íslands eft­ir að hafa verið bú­sett í Lund­ún­um í tvö ár. Hún var í hópi fjög­urra Íslend­inga sem ráðnir voru til starfa á skrif­stofu fyr­ir­tæk­is­ins í Lund­ún­um, en fyr­ir það hafði hún starfað hjá Salt­Pay í eitt og hálft ár. 

Þá er Hild­ur Sif einnig hluti af vin­konu­hópn­um LXS sem hafa vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum og í sam­nefnd­um raun­veru­leikaþátt­um, en Hild­ur Sif hef­ur þó ekki verið hluti af þátt­un­um hingað til. 

Páll Orri er lög­fræðing­ur að mennt, en hann út­skrifaðist með meist­ara­gráðu frá Há­skól­an­um í Reykja­vík haustið 2023. Hann starfar sem verðbréfamiðlari hjá Íslands­banka og í út­varpsþætt­in­um Veisl­an á FM957.

Smart­land ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju með ást­ina!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda