„En þetta heitir að vega hvort annað upp“

Gunnar Örn Sigvaldason og Katrín Jakobsdóttir.
Gunnar Örn Sigvaldason og Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Stella Andrea

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Gunnar Sigvaldason eru búin að vera par í 20 ár en hann á einmitt afmæli í dag.

Katrín segir frá því að þau Gunnar vegi hvort annað upp þótt þau hafi í gegnum tíðina tekist á um stórt og smátt. 

„Í ár verða tuttugu ár síðan ég kynntist þessum manni sem á einmitt afmæli í dag. Við höfum tekist á síðan um stórt og smátt en almennt höfum við það nokkuð gott saman. Þetta er samt ekki tóm gleði og viðhorf okkar eru vægast sagt ólík til ýmissa hluta. Og við erum með ansi mismunandi hæfileika,“ segir Katrín á Facebook-síðu sinni.

Hér eru hjónin Katrín Jakobsdóttir og Gunnar Sigvaldason með soninn …
Hér eru hjónin Katrín Jakobsdóttir og Gunnar Sigvaldason með soninn Illuga árið 2010. Myndin var tekin þegar hjónin notuðu sumarfríið sitt til þess að þýða bókina Uppeldi fyrir umhverfið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Taflið snýst við heima

„Hann er til dæmis borgarmaður sem ratar hvar sem hann kemur í útlöndum á meðan ég geng um með hausinn grafinn ofan í pappírskort (sem honum finnst mjög mikil 20. öld) og er algjörlega áttavillt. Hér heima snýst taflið við þar sem ég er jafn áttavillt en hef lagt flest veganúmer á minnið á mörgum ferðum. Man eftir einu sumarfríi þar sem ég var að tala við Þórólf sóttvarnalækni í síma (og var með hugann algjörlega við símtalið) og minn maður keyrði langleiðina niður í Fjarðabyggð þegar leiðin lá á Borgarfjörð eystri. En þetta heitir að vega hvort annað upp.“

Smartland óskar Gunnari til hamingju með afmælið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda