Halla átti kærasta þegar þau Björn hittust fyrst

Hjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason eru einlæg.
Hjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason eru einlæg. mbl.is/Óttar

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi og eiginmaður hennar, Björn Skúlason framkvæmdastjóri Just Björn, tala um hvernig þau styðja hvort annað í hlaðvarpsþættinum Töl­um um með Gumma kíró. 

Halla segist eiga besta mann í heimi en hún sá þó ekki alltaf fyrir sér að enda með Birni. „Við hittumst án þess að fella hugi saman,“ segir Halla um fyrstu kynni þeirra.

„Við kynnumst í gegnum praktísk mál. Ég var að reyna ná í Íslendinga til að spila fótbolta í Alabama af því þeir kunnu ekki að spila fótbolta og voru mjög lélegir í því og það var ekkert rosalega gott fyrir þá að hlusta á einhverja konu sem þóttist vita eitthvað um fótbolta. Þannig ég var bara dugleg að ná í íslenska stráka,“ segir Halla sem segist vera stolt af því að eiga þátt í því að margir góðir vinir hennar hafi farið í skóla eða fengið þá upplifun að fara út í nám. Einn af þessum strákum var einmitt Björn sem er eiginmaður hennar núna.

Ástin kviknaði í Eurovision-partíi

„Við hittumst fyrst þegar ég átti annan kærasta þegar hann var að spila í Grindavík af því að sá kærasti var að spila með Grindavík. Við hittumst svo aftur þegar hann var að koma að spila í Alabamba, þá átti ég líka annan kærasta. Það var alltaf verið að setja Bjössa fyrir framan mig en hann var bara fimm árum yngri en Gummi og það er bara dálítið mikill aldursmunur á þessum aldri. Ég bara sá þetta ekki alveg.“

Halla var við nám og störf í Bandaríkjunum í tíu ár. Eftir það kom hún heim og var tilbúin fyrir Björn sinn. Þau hittust óvart í Eurovision-partíi árið 1999, árið sem Selma lenti í 2. sæti.  Halla lýsir því hvernig Björn hafi heilsað henni en hún ekki kannast við hann enda hafði Björn fullorðnast töluvert síðan hún sá hann síðast.

Björn Skúlason styður eiginkonu sína, Höllu Tómasdóttir, í framboði til …
Björn Skúlason styður eiginkonu sína, Höllu Tómasdóttir, í framboði til forseta. mbl.is/Ottar Geirsson

Fá rými til að elta drauma sína

Björn segir að samband þeirra hafi þróast þannig að þau leggi upp með að vera par og styðja hvort annað. „Það er engin keppni, við erum ekki í samkeppni við hvort annað,“ segir hann og skiptir engu máli hvort þeirra setti í uppþvottavélina í gær. Samvinna er lykilatriði í þeirra sambandi. Hann segir þau alltaf bakka hvort annað upp. Þegar Björn sagðist vilja taka u-beygju og læra að verða kokkur studdi Halla hann. Stuttu eftir ákvörðunina flutti fjölskyldan til New York þar sem hann lét drauminn rætast. 

„Ég fann það svo strax þegar ég hitti Bjössa að ég mátti vera ég og það hefur alltaf skipt mig miklu máli að hann fái að vera hann. Þó að við séum saman í öllu og það hafi alltaf verið okkar leiðarljós þá held ég að við höfum reynt að styðja hvort annað í að elta drauma okkar og Bjössi hefur örugglega oftar þurft að færa fórnir fyrir mig heldur en ég fyrir hann,“ segir Halla. Hún tekur fram að þau hafi tvisvar flutt fyrir hans drauma. Annars vegar þegar þau fluttu til Bretlands með ung börn en þá fór Björn í meistaranám og hins vegar þegar Björn ákvað að læra að verða heilsukokkur en þá fluttu þau til New York. 

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþátt­inn Töl­um um með Gumma Kíró á öll­um helstu streym­isveit­um.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda