Nú er tilhlökkun í loftinu. Páskafrí er handan við hornið og margir önnum kafnir við að skipuleggja ferðalag, hvort sem er innanlands eða erlendis, matarboð eða annars konar samveru. Sumir nota tímann til að taka til hendinni heima við, skella sér í framkvæmdir eða skápaþrif á meðan aðrir standa við áramótaheitin og fara í ræktina, sund eða góðan göngutúr.
Þá er einnig vinsælt að týna sér í góðri þáttaröð, bók eða hlaðvarpi og gæða sér á gómsætu páskaeggi eða öðru ljúffengu páskagóðgæti.
Smartland tók saman lista yfir góðar bækur, þáttaraðir, bíómyndir og hlaðvörp sem næra andann og hressa upp á sálina í páskafríinu.
Í þessari bók birtast sjö smásögur sem allar eru sprottnar úr raunveruleikanum. Við sögu kemur fjölbreyttur hópur fólks sem lesendur kannast hugsanlega við. Sögurnar segja frá stuttum tímabilum eða einstökum viðburðum í lífi sögupersóna, eða lýsa jafnvel heilli ævi.
Vesturbærinn á sér margt sérstaka sögu. Hér er lítillega tæpt á nokkrum þáttum hennar og sjaldnast er fólkið í hverfinu langt undan. Margir eru kallaðir til; innfæddir, brottfluttir og aðfluttir Vesturbæingar og eflaust vakna einhvers staðar sterkar endurminningar. Vesturbærinn er fróðleg bók og fyndin.
Er ástin til eða er hún bara uppfinning manneskjunnar?
Einlífi – ástarrannsókn er þriðja bók Hlínar Agnarsdóttur þar sem hún vinnur úr minningum sínum og lífsreynslu. Í þetta sinn gengur hún skrefinu lengra en í hinum tveimur og leyfir skáldskapnum að blanda sér í málin.
Í þessari áþekktu bók sem nefnd hefur verið „Áfallabiblían“ rekur einn helsti sérfræðingur heims í áfallafræðum fjölda staðreynda um afleiðingar áfalla og kynnir leiðir til bata; aðferðir sem reynst hafa skilvirkar til að lækna huga, heila og líkama.
Raunveruleikaþátturinn Love is Blind hefur heldur betur slegið í gegn á heimsvísu, en þátturinn er með þeim vinsælustu á streymisveitunni Netflix. Sænska útgáfan, Love is Blind: Sweden, var frumsýnd um miðjan janúar og geta aðdáendur því hámhorft á Svía finna ástina í páskafríinu.
Nú spyr ég sérfróða, spyr fyrir vinkonu, er Love is Blind: Ísland í bígerð?
Fjórða þáttaröð True Detective: titluð True Detective: Night Country, sló áhorfsmet hjá HBO enda biðu margir spenntir eftir að sjá þáttaröðina.
Óskarsverðlaunaleikkonan Jodie Foster fer með hlutverk lögreglukonunnar Liz Danvers, en sú vinnur hörðum höndum við að leysa erfitt mannhvarfsmál í ógnvekjandi myrkri Alaska.
Gamanþáttaröðin Girls5Eva er úr smiðju grínsnillingsins Tinu Fey. Þátturinn fjallar um bandarískt stelpuband sem fær annað tækifæri til að slá í gegn, mörgum árum eftir að frægð þeirra dvínaði.
Verðlaunamyndin The Holdovers er frábær skemmtun. Leikararnir Paul Giamatti, Da'Vine Joy Randolph og Dominic Sessa fara á kostum í hlutverkum sínum. The Holdovers er einlæg, falleg og fyndin.
Kvikmyndin Poor Things hefur hlotið mikið lof enda vísindaskáldskapur af bestu gerð. Leikkonan Emma Stone fer með hlutverk hinnar sérkennilegu Bellu Baxter, en hún er vakin til lífsins af bráðsnjöllum vísindamanni.
Þórhildur Þorkels og Nadine Yaghi rifja upp áhugaverð fréttamál, innlend og erlend, og fjalla um þau á mannlegum nótum.
Sálfræðingar spjalla saman um málefni tengd geðheilsu. Þáttastjórnendur eru Katrín Mjöll Halldórsdóttir, Nína Björg Arnardóttir og Sturla Brynjólfsson, sálfræðingar á Kvíðameðferðarstöðinni og Litlu Kvíðameðferðarstöðinni.
Hlaðvarpsþátturinn Teboðið er í umsjón Sunnevu Eir Einarsdóttur og Birtu Lífar Ólafsdóttur. Í þættinum fjalla þær um fréttir af fræga fólkinu og fylgjast vel með því allra heitasta sem er í gangi á hverjum tíma.