Páll Óskar og Edgar giftu sig í gærmorgun

„Besti dagur lífs okkar, fullur af ást og skilyrðislausum kærleika,“ …
„Besti dagur lífs okkar, fullur af ást og skilyrðislausum kærleika,“ segir Páll Óskar. Skjáskot/Facebook

Tónlistarmaðurinn og poppstjarnan, Páll Óskar Hjálmtýsson, gekk í hjónaband í gær. Sá heppni heitir Edgar Antonio Lucena Angarita og er hælisleitandi. Hann hefur veitt Páli Óskari mikinn innblástur í tónsmíðar síðustu mánaða þar sem ástin er umlykjandi.

Frá þessu greinir Páll Óskar á Facebook síðu sinni. Brynhildur Björnsdóttir, athafnarstjóri hjá Siðmennt og vinkona poppstjörnunnar, sá um að pússa turtildúfurnar saman.

„Besti dagur lífs okkar, fullur af ást og skilyrðislausum kærleika,“ segir í færslunni.

Tekur hann fram að þeir muni endurtaka leikinn síðar með öllum sem þeir þekkja í risabrúðkaupsveislu.

„Allir sem þekkja mig segja það sama: þau hafa aldrei séð mig svona hamingjusaman í lífinu. Ég ætla að vera besti eiginmaður í heimi, og ákkurat þegar þú heldur að ég geti ekki orðið betri fyrir þig, þá mun ég halda áfram að koma þér á óvart, bæta mig meira og verða bara betri,“ segir Palli meðal annars.

Smartland óskar Páli Óskari og Angarita til hamingju með ráðahaginn!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda