Giftu sig í kastala í Elton John-brúðkaupi

Orri Einarsson og Soffía Lena Arnardóttir giftu sig í fyrra …
Orri Einarsson og Soffía Lena Arnardóttir giftu sig í fyrra en hafa verið saman síðan þau kynntust fyrst á Tinder. Ljósmynd/Jose Ánge

Orri Einarsson, hönnuður og viðskiptastjóri, og Soffia Lena Arnardóttir húðflúrari gengu í hjónaband á Spáni í fyrra. Um 100 manns komu í veisluna og gistu flestir á sama hóteli í heila viku, sem gerði brúðkaupið ógleymanlegt.

Ást Orra og Soffíu kviknaði á stefnumótaforriti. „Eins og alvöru samtímaástarsaga byrjaði okkar á Tinder,“ segir Orri um hvernig þau kynntust. Í ljós kom að Orri smellpassaði inn í fjölskylduna. „Ég var að skrolla og rak augun í gaur sem heitir það sama og pabbi minn og bróðir minn, vantaði allavega einn Orra í viðbót. Við höfum verið límd saman síðan á fyrsta deiti,“ segir Soffía.

Orri og Soffía segja að dagurinn hafi verið ólýsanlegur og …
Orri og Soffía segja að dagurinn hafi verið ólýsanlegur og hafi farið fram úr þeirra björtustu vonum. Ljósmynd/Jose Ánge

Fór á skeljarnar á Elton John-tónleikum

Hvernig var bónorðið og af hverju ákváðuð þið að ganga í hjónaband?

„Orri elskar Elton John, það kom eiginlega ekkert annað til greina en að biðja hans á tónleikunum sem við fórum á á Ítalíu. Ég var búin að segja honum að það mætti ekki fara á skeljarnar fyrr en eftir að minnsta kosti tveggja ára samband,“ segir Soffía sem braut regluna sjálf.

Orri segir að bónorðið frá eiginkonu sinni í Mílanó í júní 2022 hafi komið á óvart.

„Það er erfitt að lýsa þessu augnabliki en þetta var mjög óvænt. Soffía var búin að banna mér að fara á skeljarnar fyrr en í fyrsta lagi eftir að við værum búin að vera saman í tvö ár en þarna vorum við búin að vera saman í tæp tvö ár. Þó að Soffía sé mesti töffari sem ég þekki og fari oft gegn straumnum þá átti ég ekki von á þessu frá henni. Þegar ég áttaði mig á hvað væri að gerast fór ég bara að grenja og kom ekki upp orði. Soffía hélt að ég væri eitthvað óviss en þetta var mitt auðveldasta já,“ segir Orri.

Soffía segist ekki alltaf hafa séð fyrir sér að ganga í hjónaband. „Áður en ég kynnist Orra hafði ég ekki hugsað mér að giftast, svo eftir að hafa farið í brúðkaup hjá vinum og ættingjum þá fattaði ég hvað það er gaman að fagna ástinni með öllum sem maður elskar.“

Það kom aldrei til greina annað en að gifta sig …
Það kom aldrei til greina annað en að gifta sig erlendis. Ljósmynd/Jose Ánge

Kastalabrúðkaup á Spáni

Hjónin voru sammála um að ganga í hjónaband erlendis.

„Ítalía var alltaf mjög sexí hugmynd, sérstaklega þar sem við höfðum trúlofað okkar á Ítalíu en Soffía á stóra fjölskyldu á Spáni og því gaf það augaleið að gera þetta þar. Þegar þau bentu okkur á kastala rétt fyrir utan bæinn sem þau búa í þá var þetta bara selt. Í millitíðinni ákváðum við að flytja til Spánar og vorum við því komin út fjórum til fimm mánuðum fyrir brúðkaupið,“ segir Orri.

„Það var svo gaman að hafa stemningsviku með öllu uppáhaldsfólkinu sínu í sól. Mér leið eins og ég væri í draumi eða bíómynd,“ segir Soffía um brúðkaupið en hún segir ótrúlega marga hafa mætt í brúðkaupið. „Það komust næstum allir 120 sem við buðum sem er ótrúlegt. Það er ótrúlegt hvað fólk lagði á sig til þess að koma. Ein vinkona mín var nýbúin að fæða barn, hún dreif í því að skíra, græjaði flýtimeðferð á vegabréfi fyrir krakkann og plöggaði tengdó í að passa hér úti á brúðkaupsdaginn,“ segir Soffía.

Orri segir að fjöldi gesta hafi komið skemmtilega á óvart. „Þegar við fórum af stað með þetta þá hélt ég að 50 til 60 manns myndu mæta. Langflestir gestirnir gistu á sama hóteli í heila viku og þar var mikil stemming allan tímann,“ segir hann.

Orri segir það hafa verið magnað augnablik að sjá Soffíu …
Orri segir það hafa verið magnað augnablik að sjá Soffíu Lenu ganga inn í kastalann. Ljósmynd/Jose Ánge

Er flókið að skipuleggja brúðkaup erlendis og hvernig gekk það?

„Það er aðeins meira en að segja það en við erum svo heppin að eiga eina aukamömmu, sem er Auður stjúpmamma mín. Hún lagði sig alla fram í að hjálpa okkur, hún skipulagði og hélt utan um allt. Hún er líka spænskutúlkur svo að hún pantaði rútur, leigubíla, fékk tilboð í hótel fyrir gesti og sá um allt sem tengdist kastalanum fyrir okkur,“ segir Soffía og er Orri sammála um að stuðningur Auðar Hansen, tengdamömmu hans númer tvö, og föður Soffíu hafi verið ómetanlegur. Hafa þau verið búsett á Spáni í rúmlega 20 ár.

Ótrúlegur fjöldi kom til Spánar og fagnaði með þeim Soffíu …
Ótrúlegur fjöldi kom til Spánar og fagnaði með þeim Soffíu og Orra. Ljósmynd/Jose Ánge

Klæddist samfestingi

Soffía klæddist töffaralegum blúndusamfestingi með pilsi sem var hægt að taka af.

„Ég sá fyrst fyrir mér að hafa lítið brúðkaup á ströndinni og vera í mjög einföldum silkikjól og vera á tásunum. Svo sagði ég við Orra að við þyrftum að velja þema en ég átti við lit á rósum eða dúkum. Hann svaraði hins vegar: „Þema? Ég vissi ekki að það væri þema í brúkaupum! Er það ekki bara Elton John?“ Það var besta ákvörðunin! Maður getur ekki verið í einföldum kjól í Elton John-kastalabrúðkaupi. Ég meika ekki prinsessukjóla svo ég gúglaði brúðkaupssamfestinga og fann þennan á Etzy, það var næs að geta tekið pilsið/skikkjuna af.“

Unnur Arndís seiðkona stýrði athöfninni.
Unnur Arndís seiðkona stýrði athöfninni. Ljósmynd/Jose Ánge

Orri keypti sín föt á Íslandi. „Ég fékk mín föt hjá Kölska. Algjörir meistarar þar og fötin nákvæmlega eins og ég sá þau fyrir mér. Ég var búinn að fara í mælingar og svoleiðis áður en ég fór út og svo kom mamma með fötin til mín tveimur vikum fyrir stóra daginn,“ segir Orri.

Hér er Orri að gera sig til með vini sínum. …
Hér er Orri að gera sig til með vini sínum. Fötin fékk hann í Kölska. Ljósmynd/Jose Ánge

Aldrei upplifað aðra eins veislu

Hvernig var veislan?

„Veislan var mögnuð! Svo fallegar ræður, gaman að heyra frá fólkinu okkar. Vinahópurinn minn úr æsku tók rosalega ræðu sem endaði í trylltum dansi, þær drógu svo alla veisluna í kónga og út í garðinn, þar tók við eitt ruglaðasta partí sem ég hef verið í. Vinir Orra úr Áttunni og Kristmundur Axel pössuðu alveg upp á stemninguna. Gæinn sem sér um brúðkaup í þessum kastala sagði mér eftir á að hann hefði aldrei upplifað svona skemmtilegt brúðkaup,“ segir Soffía.

„Þetta var eitthvert annað „level“ af sturlun og verður erfitt að toppa. Við eigum mikið af hæfileikaríkum vinum sem sáu um veislustjórn og tónlistarflutning. Að skemmta sér á þessum degi með fjölskyldunni sinni og öllum bestu vinum í kastala á Spáni er eiginlega ólýsanlegt,“ segir Orri.

Sérstaklega mikið stuð var í veislunni.
Sérstaklega mikið stuð var í veislunni. Ljósmynd/Jose Ánge
Hjónin notuðu sverð til þess að skera kökuna.
Hjónin notuðu sverð til þess að skera kökuna. Ljósmynd/Jose Ánge

Fullkominn dagur

Hver var hápunktur dagsins?

„Ég get varla valið, dagurinn var allur fullkominn og ólýsanlegur. Það sem stendur hæst er að ganga inn kirkjugólfið og horfa á manninn sem ég ætla að verja ævinni með standa tilbúinn að taka við mér. Mamma leiddi mig inn og pabbi og Máni bróðir minn spiluðu rokkaða útgáfu af brúðarmarsinum. Það var svo gaman að upplifa allar þessar nýju mögnuðu tilfinningar í athöfninni, líta svo yfir hópinn og það var allt litaþemað og öll gleraugun og svo fengum við vinkonu okkar Unni Arndísar seiðkonu til þess að gefa okkur saman. Ótrúlega falleg og skemmtileg athöfn,“ segir Soffía og heldur áfram að telja ógleymanlegar stundir sem gerðu daginn að besta degi lífs þeirra.

„Auður mamma tvö bauð upp á litla rétti og bubblur heima hjá sér fyrir mig og mínar nánustu um morguninn. Vinkonur mínar Arna Sigurlaug og Sonja Líf sáu um hár og förðun. Það var gaman að vera umvafin konunum mínum fyrir athöfn. Allar ræðurnar yfir matnum, við skárum kökuna með sverði sem var gaman! Fyrsti dansinn var inni í tyrknesku tehúsi, við fengum flugeldasýningu með dansinum. Þetta var rosalegt partí,“ segir Soffía.

Hápunkturinn að mati Orra var einfaldur. „Fyrir mér er það þegar dyrnar á kastalanum opnuðust og eiginkonan mín kom gangandi inn,“ segir Orri að lokum.

Soffía Lena varði morgninum með sínum nánustu.
Soffía Lena varði morgninum með sínum nánustu. Ljósmynd/Jose Ánge
Móðir Soffíu Lenu fylgdi henni upp að altarinu en faðir …
Móðir Soffíu Lenu fylgdi henni upp að altarinu en faðir hennar var með tónlistaratriði á meðan ásamt bróður hennar. Ljósmynd/Jose Ánge
Hjónin fóru sínar eigin leiðir eins og sést á hundinum …
Hjónin fóru sínar eigin leiðir eins og sést á hundinum sem tók þátt í brúðkaupinu þeirra. Ljósmynd/Jose Ánge
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda