Nóttin: Árni Oddur og Kristrún ástfangin á sjávarútvegssýningu

Samsett mynd

Nóttinni leið eins og hún hefði fengið fálkaorðu lífsins þegar pabbi bað hana að fara með sér á sjávarútvegssýninguna í Barcelona. Pabbi virðist vera að vakna, búinn að fatta að það er miklu betra fyrir útlitið (og andann) að hanga með Nóttinni, hvort sem það er í vinnunni eða á barnum. Jafnvel töluvert betra en að vinna í brúnkunni og húðkrabbameininu á golfvelli á Spáni.

Vilhelm Már Þorsteinsson forstjóri Eimskips.
Vilhelm Már Þorsteinsson forstjóri Eimskips. mbl.is/Kristinn Magnússon

Logi Bergmann lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á sjávarútvegssýninguna enda sérfræðingur í botnfiskum. Þar var líka nýi besti vinur Eddu Hermannsdóttur, Jón Guðni Ómarsson, sem var ráðinn bankastjóri Íslandsbanka þegar Birnu Einarsdóttur var sparkað. Birna er þó alls ekki lögst í helgan stein og var mættust á sýninguna. Guðný Helga Herbertsdóttir forstjóri VÍS, Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims, Birkir Hólm hjá Samskipum, Kristín Hrönn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Íslandsbanka, Jens Þórðarson fyrrverandi framkvæmdastjóri Icelandair, Reynir Leósson forstöðumaður hjá N1, Árni Oddur Þórðarson fyrrverandi forstjóri Marel og Kristrún Auður Viðarsdóttir fjárfestingarstjóri hjá Íslandssjóðum, Ingunn Agnes Kro forstöðumaður hjá Rarik og megadúx, Kjartan Smári Höskuldsson framkvæmdastjóri Íslandssjóða, Vilhelm Már Þorsteinsson forstjóri Eimskips, Ingveldur Ásta Björnsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Reitum og Svanhildur Hólm Valsdóttir komandi sendiherra í Washington voru öll í geggjuðum fíling á sjávarútvegssýningunni. 

Jón Guðni Ómarsson forstjóri Íslandsbanka.
Jón Guðni Ómarsson forstjóri Íslandsbanka.

Nóttin náði góðum svefni í vélinni heim á þriðjudaginn. Staðalbúnaður Nóttarinnar kom sér vel í þetta skiptið en hann samanstendur af AirPods-um og Hästens-svefngrímu sem fylgdi með rúminu sem pabbi gaf henni í innflutningsgjöf. Þau voru varla sest í bestu góðærissæti vélarinnar þegar yfirflugfreyjan reyndist vera gamall séns pabba frá Broadway-tímabilinu. Hún var ennþá með netta vængi og aðeins of tönuð fyrir veðurfar háloftanna. Nóttin heyrði þegar kviknaði á flagararödd pabba sem kom því strax að hún væri dóttir hans. Væntanlega gerði hann það til þess að þessi gamla Broadway-drottning héldi ekki að sá gamli væri farinn að klifra upp á eina kornunga. Nóttin kveikti á hugleiðslu-appi, setti á sig svefngrímuna, poppaði tveimur Gabapentin og rankaði ekki við sér fyrr en vélin lenti. Pabbi var allur á iði og það var einhver rosa sperringur í karlinum. Nóttin lét eins og hún sæi þetta ekki. 

Bryndís Sigurðardóttir og Andri Ólafsson.
Bryndís Sigurðardóttir og Andri Ólafsson.

Nóttin var svo ánægð þegar hún mætti í vinnuna á miðvikudagsfössaranum. Hún gat ekki beðið eftir því að stimpla sig út úr ferkantaða skrifstofuheiminum svo hún gæti farið fulla ferð inn í góða heiminn. Fyrsta stopp á leiðinni inn í góða heiminn var Uppi bar. Þar var Birgir Jónsson fyrrverandi forstjóri Play ásamt eiginkonu sinni, Lísu Ólafsdóttur, eiganda Madison Ilmhúss. Andri Ólafsson upplýsingafulltrúi Landspítalans og eiginkona hans, Bryndís Sigurðardóttir markaðsstjóri Storytell, Sigurgísli Bjarnason eigandi Nings og Sandra Hauksdóttir, Halldór Sigurðsson á Local og Dagmar Clausen Þórðardóttir lögfræðingur, Finnur Beck framkvæmdastjóri Samorku og kærasta hans Dröfn Sigurðardóttir eigandi Takk voru öll í sólskinsskapi eins og Nóttin.

Lína Birgitta Sigurðardóttir og Guðmundur Birkir Pálmason.
Lína Birgitta Sigurðardóttir og Guðmundur Birkir Pálmason. Ljósmynd/Arnór Trausti

Sumardagurinn fyrsti!

Nóttin vaknaði upp með andfælum á Hverfisgötunni og það fyrsta sem kom upp í huga hennar var: „Oops ... I Did It Again ...“ Nóttin mundi ekki hvar hún hrasaði um manninn á Hverfisgötunni. Líklega á hverfisbarnum Kjarval. Hún labbaði skömmustuleg heim til sín og þurfti að ganga í gegnum allan miðbæinn. Hún var búin að steingleyma því að úthverfafólkið færi niður í miðbæ á góðviðrisdögum og fékk vægt kvíðakast þegar hún sá Gumma kíró og Línu Birgittu Sigurðardóttur áhrifavald og viðskiptakonu á Austurvelli. Og hún eins og ræsisköttur til fara. Með dagsgamlan farða og með lítinn remúlaðiblett á kápunni sem var hugsanlega eftir pulsuát næturinnar. Hún mundi það ekki alveg. Á Austurvelli var Auður Jónsdóttir rithöfundur og Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og ein heitasta einhleypa kona landsins, Einar Kárason pabbi Kamillu, Kjartan Ólafsson viðskiptamaður og Magnús Sigurbjörnsson forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar (RSV). Nóttin labbaði framhjá gamla Nasa en þar var Katrín Jakobsdóttir með kosningaboð. Þegar Steingrímur J. Sigfússon þingmaður VG kom út af Nasa æpti einhver róni á Austurvelli á eftir honum: „Er þetta Steingrímur J?” og hann svaraði að bragði „Jah, það sem eftir er af honum!“ Nóttin sprakk úr hlátri. Hún vissi ekki að svona gamlir menn gætu verið svona fyndnir. 

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nóttin íhugaði að fara í lifraskipti eftir miðvikudagsdjammið því hún þurfti að fá sér þrjá bjóra á fimmtudeginum til að komast í jafnvægi. En þar sem það er svo mikil röð í aðgerðir á Landspítalanum ákvað hún að taka frekar einn edrú föstudag og fara út í göngutúr. Þar rakst hún á nokkra sem finnst gott að fá sér. Dagur B. Eggertsson spókaði sig á torginu sem hann lét reisa beint fyrir utan húsið sitt þegar hann var borgarstjóri. Rándýrt reðurtákn myndi einhver segja. Á svipuðum tíma var Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi að gera vel við sig fyrir utan Duck and rose. Greipur Gíslason og Una Sighvatsdóttir voru á Hafnartorgi í góðu stuði. 

Hannes Þór Halldórsson varð 40 ára um helgina og hélt …
Hannes Þór Halldórsson varð 40 ára um helgina og hélt upp á það með glæsiveislu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maðurinn á Hverfisgötunni sendi sms á laugardagsmorguninn og þakkaði fyrir síðast. Hver sendir sms? Hún svaraði honum og þá hringdi hann. Fáránleg atburðarrás og erindið ennþá furðulegra. Hann sagðist vera boðinn fertugsafmæli Hannesar Þórs Halldórssonar handboltastjörnu og framleiðanda og langaði að fara. Hann óskaði sem sagt eftir því að Nóttin kæmi með honum. Fullorðna skilnaðarbarnið Nóttin getur verið svo hræðilega meðvirk stundum að áður en hún vissi af var hún búin að jánka. 

Fossvogselítan var mætt heim til Hannesar þar sem búið var að setja uppblásið hoppukastalatjald í garðinn með plastgluggum. Allt helsta skemmtanalið þjóðarinnar var mætt. Þar var Pattra og Theodór Elmar, Rúrik Gíslason, Gurrý Jóns og Gillzi, Björn Bragi Arnarsson, Sólmundur Hólm og Viktoría Hermannsdóttir, Ragnhildur Gísladóttir, Steindi Jr., Sandra Barilli og Linnea Ahle í Petit. Það var svo mikið af fólki og svo troðið að Nóttin ákvað að rannsaka frekar húsið. Hún gerði sér sérstaka ferð inn á öll baðherbergi og skoðaði í alla baðskápa og nú veit nákvæmlega hver galdurinn er á bak við unglegt útlit Hannesar! Skál fyrir því! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda