„Ég er skelfilega lélegur þegar kemur að gjöfum“

Björn Skúlason eiginmaður Höllu Tómasdóttir forsetaframbjóðanda.
Björn Skúlason eiginmaður Höllu Tómasdóttir forsetaframbjóðanda. Ljósmynd/Aðsend

Björn Skúlason framkvæmdastjóri Just Björn varð ástfanginn af Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda um leið og hann leit hana augum í fyrsta sinn árið 1992.

Hvenær og hvernig kynntust þið?

„Ég sá hana fyrst í 30 ára afmæli í Grindavík árið 1992 og hitti hana svo aftur þegar hún var að hvetja íslenska fótboltamenn til að koma í skóla í Bandaríkjunum.

Það var hins vegar ekki fyrr en sjö árum síðan að við felldum saman hugi og það gerðist í Eurovision-partýi kvöldið sem að Selma söng „All Out of Luck“. Við höfum verið saman síðan og fögnum í voru 25 ára samvistarafmæli og 20 ára brúðkaupsafmæli.“

Hvað var það sem vakti áhuga þinn?

„Halla hefur gríðarlegan sjarma. Hún er eldklár, skemmtileg og falleg að utan sem innan. Ég varð strax heillaður af henni. Mér fannst hún vera eins og sagt er á ensku „out of my league“, en hún sá sem betur fer eitthvað í mér.“

Björn Skúla og Halla Tómasdóttir.
Björn Skúla og Halla Tómasdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Var þetta ást við fyrstu sýn?

„Já, hjá mér að minnsta kosti.“

Manstu fyrstu gjafirnar sem þið gáfuð hvort öðru?

„Vá, fyrstu gjafir frá því fyrir 25 árum. Það man ég ómögulega. Ég er skelfilega lélegur þegar kemur að gjöfum en ætli ég hafi ekki komið henni á óvart með því að elda eitthvað gott. 

Hún gaf mér hins vegar mjög eftirminnilega morgungjöf fyrir 20 árum, en hún lét mála mynd í kringum ljóðlínur Ingibjargar Haralds. „Á hverjum morgni vakna ég við hlið þér og hugsa, þarna er hún lifandi komin, hamingjan.“

Hvað einkennir líf ykkar saman?

„Samstaða, vinátta og heilbrigt jafnvægi. Við komum með mismunandi styrkleika inn í okkar samband og það er engin samkeppni okkar á milli. Hún fær að vera hún sjálf og berjast fyrir því að gera heiminn að betri stað fyrir komandi kynslóðir og ég fæ að sinna minni ástríðu, hreyfa mig og hjálpa fólki að næra sig á heilbrigðan máta.

Við bætum hvort annað upp, ætli ég jarðtengi ekki hana og hún hvetji mig gjarnan til að hugsa stærra og vaxa áfram sem manneskja.“

Hvað finnst ykkur skemmtilegast að gera saman?

„Okkur finnst yndislegt að ferðast saman á ókunnar slóðir og má þar til dæmis nefna 14 daga ferð sem við fórum niður Miklagljúfur á gúmmíbátum og kajökum og svo vikuferð sem við fórum saman á seglskútu á Sea of Cortes í Mexíkó.

Heima fyrir þykir okkur skemmtilegast að taka á móti góðum vinum og krökkunum þegar þau fá frí frá skólanum sínum og elda saman pizzu á föstudagskvöld og spjalla um heima og geima. 

Lýstu fullkomnu kvöldi?

„Fullkomið kvöld hjá okkur er matarboð í góðra vina hópi. Ég er kokkur og það er mín sköpun og gleði að fá að elda fyrir þá sem mér þykir vænt um. Við fáum oft vini og fjölskyldu í heimsókn, eldum, sitjum lengi yfir borðum og förum yfir mál líðandi stundar og þær áskoranir sem hvert okkar er að takast á við hverju sinni. Þá er Halla líkleg til að vera með einhvern borðleik, oft til gamans en einnig áleitnar og einlægar spurningar sem hreyfa við okkur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda