Kristján Freyr og Halla Hrund fundu ástina á Þjóðhátíð

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi og eiginmaður hennar Kristján Freyr Kristjánsson, …
Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi og eiginmaður hennar Kristján Freyr Kristjánsson, hin 11 ára Hildur Krístín og hin 4 ára Saga Friðgerður. mbl.is/Óttar

Kristján Freyr Kristjánsson kynntist eiginkonu sinni, Höllu Hrund Logadóttir forsetaframbjóðanda, fyrir 13 árum síðan. Hann kolféll fyrir henni á dansgólfinu á Þjóðhátíð í Eyjum. 

Kristján Freyr er framkvæmdastjóri og meðstofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins 50skills. 

Hvenær og hvernig kynntust þið?

„Við kynnumst fyrst fyrir 13 árum. Við áttum sameiginlegan vin og höfðum hist í stuttu boði. En hin raunverulegu kynni áttu sér stað á dansgólfinu á Þjóðhátíð í Eyjum.“

Hvað var það sem vakti áhuga þinn?

„Hún var í glæsilegri lopapeysu. Svo skemmdi ekki fyrir hvað hún var hress, skemmtileg, gullfalleg og stutt í húmor frá fyrsta degi.“

Var þetta ást við fyrstu sýn?

„Að minnsta kosti eftir fyrsta dansinn.“

„Ég held að ég hafi gefið henni kápu“

Manstu fyrstu gjafirnar sem þið gáfuð hvort öðru?

„Mig rámar í að fyrstu jólin okkar hafi Halla gefið mér hamstrabúr og míkrafónstand. Ég hef gaman af orðaleikjum og gátum og ein gáta snerist um hamstrabúr. Ég held að ég hafi gefið henni kápu.“

Hvað einkennir líf ykkar saman?

„Við höfum farið í gegnum svo marga kafla. Allt frá því að eiga börn og fjölskyldu, leigja íbúð, safna fyrir kaupum á heimili, flytja til útlanda, ferðast um heiminn, byggja upp sprotafyrirtæki og margt fleira. 

Það er aldrei langt í bros, gleði og að hafa rétt hugarfar sama hvernig árar. Í gegnum allt saman höfum við alltaf staðið þétt við bakið á hvort öðru og það er traust sem er ómetanlegt að geta reitt sig á.“

Hvað finnst ykkur skemmtilegast að gera saman?

„Það er fátt sem toppar frí með fjölskyldunni, hvort sem um er að ræða ferðir til útlanda á skíði eða sól, eða innlands í gönguferðir eða bústað. Ferðalög eru stór partur af lífi okkar og gaman að hafa eitthvað fyrir stafni sem maður hlakka til.“

Lýstu fullkomnu kvöldi?

„Pizza, popp og nammi, kózýkvöld með stelpunum okkar að horfa á skemmtilega bíómynd.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda