Komu Ágústu Ósk á óvart með köku og söng

Ágústa Ósk Óskarsdóttir söngkona er stödd í Malmö í Svíþjóð en hún er ein af bakröddum Heru Bjarkar. Íslenski Eurovision-hópurinn kom henni á óvart með afmælissöng og köku. Hún táraðist og varð meir. 

Hvernig er að eiga afmæli við þessar aðstæður?

„Það er bara klikkað og ég er orðin svo meir. Það er svo mikið þakklæti að fá að vera í þessum hópi, í þessum kærleika hér í Malmö að halda upp á afmælið mitt á stærsta sviði sem ég hef nokkurntíma stigið á með Heru Björk, drottninguna, fyrir framan mig. Hún er stórkostleg manneskja sem ég hef þekkt í 25 ár. Alltaf eins og sami kærleikurinn. Það eru forréttindi að fá að vera fulltrúi Íslands með Heru Björk. Það sem hún segir er svo einlægt og beint frá hjartanu. Að vinna með Heru Björk er einstakt því hún vill alltaf stækka alla í kringum sig,“ segir Ágústa Ósk. 

Hún segist upplifa sig sem prinsessu á þessum degi og segir það stórkostlegt. 

„Þessi viðburður er ristastór og af stærðagráðu sem ég hefði ekki getað ímyndað mér. Allt fólkið frá öryggisvörðum, sviðsfólki, umsjónarfólki, allir eru svo miklar fagmanneskjur og sýna öllum virðingu. Að standa svo á sviðinu og finna orkuna þar er risa. Sýningin í kvöld verður sturluð,“ segir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda