Nóttin: Steinunn Ólína og Steinbergur skemmtu sér

Samsett mynd

Nótt­in dýrk­ar svona vinnustytt­ing­ar­vik­ur. Að hafa alltaf auka-föss­ara viku eft­ir viku er bara lífið. Eini ókost­ur­inn er hvað þetta hef­ur slæm áhrif á lifr­ina. 

Kvöldið fyr­ir 1. maí reynd­ist vera kvöld kvöld­anna og Nótt­in mætti í bæ­inn í sínu besta pússi. Það var ein­stak­lega fjöl­mennt á Kjar­val og áber­andi mikið af lista­spír­um og ákveðið systkinaþema í gangi en þar voru rit­höf­unda­syst­urn­ar Kamilla Ein­ars­dótt­ir og Júlía Mar­grét Ein­ars­dótt­ir og bræðurn­ir Ragn­ar Jónas­son rit­höf­und­ur og Tóm­as Jónas­son lög­fræðing­ur. Þar voru líka Leif­ur Weld­ing, Sverr­ir Nor­land rit­höf­und­ur, Börk­ur Gunn­ars­son leik­stjóri og Ari Guðjóns­son lög­fræðing­ur Icelanda­ir. 

Nótt­in flúði niður í bæ þann 1. maí. Það var ekki vegna þess að hana langaði í kröfu­göngu. Hún gat ekki hlustað á rausið í móður sinni mín­út­unni leng­ur. Nótt­in var varla vöknuð þegar mamma horfði í aug­un á henni og sagði við hana að lifr­in væri að gefa sig. Minnt­ist á of mikið djamm og of mikla áfeng­isneyslu. Mamma píndi Nótt­ina til að drekka volgt sítr­ónu­vatn með cayenne-pip­ar og hun­angi. Svo fór hún að tala um að pabbi þyrfti líka að fara að drekka þetta. Nótt­in lokaði sig af inni á baðher­bergi, setti á sig hylj­ara, mjög mik­inn varalita­blý­ant, varalit og kinna­lit og fór í gaml­an Burberry-jakka af pabba. Fyrsta stopp var kosn­inga­vaka Jóns Gn­arr. Þar var viðskipta­kon­an Ingi­björg Stef­an­ía Pálma­dótt­ir í glans­andi dún­vesti og í svört­um víðum galla­bux­um. Með í för var tísku­lögg­an Svavar Örn og Daní­el Örn Hinriks­son eig­inmaður hans. Hjón­in Sig­ur­jón Kjart­ans­son og Hall­dóra Guðbjörg Jóns­dótt­ir voru í svæðinu og líka María Rut Krist­ins­dótt­ir og Katrín Sig­ríður Stein­gríms­dótt­ir Viðreisn­argoðsögn. 

Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir.
Ingi­björg Stef­an­ía Pálma­dótt­ir. mbl.is/​Golli / Kjart­an Þor­björns­son

Þar skammt frá var einnig frjáls­hyggju­frömuður­inn Dav­id Friedm­an með fyr­ir­lest­ur á gamla Nasa við Aust­ur­völl. Nótt­in var dreg­in þangað af ein­hverj­um ung­um sjálf­stæðismönn­um í jakka­föt­um. Þar voru Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, Eyþór Arn­alds, Sig­ríður Á. And­er­sen, Júlí­us Viggó Ólafs­son formaður Heimdall­ar og Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir. Nótt­in er frek­ar kræf á fé­lags­skap og var fljót að búa til kurt­eis­is­lega af­sök­un og hvarf aft­ur út í mann­haf Aust­ur­vall­ar.

Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins.
Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son for­stjóri Reg­ins.

Á sama tíma var Jón Bald­vin Hanni­bals­son á Sæta svín­inu að gera vel við sig með öðrum göml­um körl­um. 

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Bald­vin Hanni­bals­son.

Seinna um dag­inn sá Nótt­in Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur í Efl­ingu labba upp Hverf­is­göt­una með skeggjuðum manni. 

Nótt­in er ekki hrif­in af því að yf­ir­gefa miðbæ Reykja­vík­ur en hún neydd­ist til þess þar sem pabbi hafði keypt miða á uppistand í Sjálandi. Inn­an­húss­stílist­inn sem pabbi býr með hafði ætlað með hon­um en babb kom í bát­inn. Nótt­ina grun­ar ekki annað að það teng­ist eitt­hvað flug­ferðinni þar sem sól­brúna Broadway-drottn­ing­in kom við sögu. 

Nótt­in fann flag­ara-lykt­ina af pabba þegar þau gengu inn á staðinn. Haus­inn á hon­um var út um allt og það var svo­lítið eins og hann væri að leita að ein­hverj­um. Anna Björk Birg­is­dótt­ir sem er þekkt­ustu fyr­ir að vera gift Stebba Hilm­ars í Sál­inni var á staðnum og líka Hanna Maja stjörnu­förðun­ar­fræðing­ur, of­ur­hjón­in Eva Dögg Sig­ur­geirs­dótt­ir og Bjarni Ákason, Manu­ela Ósk Harðardótt­ir fyrr­ver­andi feg­urðardrottn­ing var með allt of stór sólgler­augu inni og Hann­es Stein­dórs­son einn heit­asti fast­eigna­sali lands­ins var leiftrandi. 

Ofurparið Rúnar Gíslason og Jafet Máni Magnúsarson ásamt Kamillu Einarsdóttur …
Of­urp­arið Rún­ar Gísla­son og Jafet Máni Magnús­ar­son ásamt Kamillu Ein­ars­dótt­ur og Auði Karítas Ásgeirs­dótt­ur. Ljós­mynd/​Heiða Helga­dótt­ir

Föstu­dags­kvöldið er ekki full­komnað nema það endi á Kjar­val. Nótt­in tróð sér þar inn og við blasti mynd­ar­lega of­urp­arið Rún­ar Gísla­son lög­reglumaður og Jafet Máni Magnús­ar­son flugþjónn og leik­ari sem voru á trúnó með Kamillu Ein­ars­dótt­ur of­urskvís. 

Manuela Ósk Harðardóttir.
Manu­ela Ósk Harðardótt­ir. Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir

Nótt­inni dett­ur ekki í hug að sleppa góðu laug­ar­dags­djammi og því var ferðinni heitið í miðbæ Reykja­vík­ur eins og svo oft áður. Kvöldið byrjaði vel á Tíu sop­um, en sop­arn­ir hjá Nótt­inni urðu þó mun fleiri þetta kvöld. Þegar um það bil sex­tán sop­ar af ein­hverju eðal víni í hönn­un­ar­flösku höfðu runnið niður kom Nótt­in auga á Ólaf Arn­alds með nokkr­um vel klædd­um herra­mönn­um.

Þegar þrjár hönn­un­ar­flösk­ur voru orðnar tóm­ar var kom­inn smá púki í Nótt­ina. Ferðinni var því heitið á skemmti­staðinn Rönt­gen. Nótt­in rak aug­un í Gumma Emil um leið og hún gekk inn á Rönt­gen og varð strax spennt að sjá hvort hann væri ber að ofan eða að jarðtengja á tán­um, en Nótt­in er mik­ill talsmaður þess að enda djammið á smá jarðteng­ingu – sér­stak­lega ef það eru komn­ar nokkr­ar blöðrur á tærn­ar eft­ir nýju hæla­skóna. Áður en hún komst nær vaxt­ar­rækt­arguðinum blasti eng­in önn­ur við en Áslaug Arna Sigu­björns­dótt­ir sem full­vissaði Nótt­ina um að hún væri á hár­rétt­um stað.

Steinbergur Finnbogason.
Stein­berg­ur Finn­boga­son.

Svo kom ný vika og ný tæki­færi. Önnur fjög­urra daga vinnu­vika og allt það. Nótt­in skellti sér í Borg­ar­leik­húsið á miðviku­dags­kvöldið. Þar var for­setafram­bjóðand­inn Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir ásamt Stein­bergi Finn­boga­syni lög­manni sem bæði eru þekkt fyr­ir að fara óhefðbundn­ar leiðir í líf­inu. 

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda