Hugrún Egils hætt með breska sjarmörnum

Hugrún og Jack voru dugleg að ferðast um Ísland.
Hugrún og Jack voru dugleg að ferðast um Ísland. Samsett mynd

Hugrún Birta Egilsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning Íslands og flugfreyja, hefur sagt skilið við kærasta sinn, hinn breska Jack Heslewood. Parið er sagt hafa hætt saman í janúar. 

Hugrún og Jack kynntust í mars 2022 þegar Hugrún keppti fyrir hönd Íslands í Miss World-fegurðarsamkeppninni sem fram fór í Púertó Ríkó. Jack, sem hlaut titilinn Herra alheimur árið 2019, var kynnir keppninnar. 

Hugrún var áður í sambandi með íslenska tónlistarmanninum Ásgeiri Trausta. 

Smartland óskar Hugrúnu og Jack góðs gengis á þessum tímamótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál