Ásdís Rán á lausu

Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi. Ljósmynd/Stefan John Turner

Forstafram­bjóðand­inn og fyr­ir­sæt­an, Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir, er á lausu eft­ir að upp úr sam­bandi henn­ar og Þórðar Daní­els Þórðar­son­ar slitnaði. Bæði hafa þau verið bú­sett í Búlgaríu um nokk­urt skeið en hann rek­ur Icestore í borg­inni Plovdiv en versl­un­in sel­ur nikó­tín­púða og rafsíga­rett­ur. 

Nú eru þau far­in hvort í sína átt­ina. 

Ásdísi Rán er ein af dætr­um Íslands sem hef­ur komið víða við í fyr­ir­sætu­heim­in­um. Hún hef­ur líka stundað viðskipti, selt vör­ur, gefið út bæk­ur og haldið nám­skeið. Ásdís Rán kynnt­ist Búlgaríu í gegn­um fyrr­ver­andi eig­in­mann sinn, Garðar Gunn­laugs­son, sem spilaði fót­bolta í land­inu um tíma. Hún féll fyr­ir búl­görsku sam­fé­lagi og hef­ur verið með ann­an fót­inn þar síðustu ár. 

Upp á síðkastið hef­ur Ásdís Rán flakkað á milli landa en eins og svo oft áður leit­ar hug­ur­inn alltaf heim þótt hér blási hraust­leg­ir vind­ar og verðbólga sé að sliga hinn venju­lega meðaljón. 

Smart­land ósk­ar Ásdísi Rán og Þórði Daní­el góðs geng­is í lífs­ins ólgu sjó! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda