Heitustu sjómenn landsins

Samsett mynd

„Já, sjómennskan er ekkert grín,“ eins og segir í vinsæla dægurlaginu, Þórður sjóari

Sjómenn hafa lengi verið undirstaða íslensks samfélags og álitnir alvöru karlmenn. Þeir eru miklir vinnuþjarkar, berjast við æstar öldur og kalla ekki allt ömmu sína. 

Í tilefni af Sjómannadeginum, sem haldinn verður hátíðlegur víða um land á sunnudag, tók Smartland saman nokkra af heitustu sjómönnum landsins.

Gylfi Víðisson

Gylfi er Akureyringur í húð og hár og ákvað að gera sjómennskuna að ævistarfi sínu. Gylfi starfar nú sem stýrimaður um borð í fyrstitogaranum Snæfelli EA 310. Áhöfnin komst í fréttirnar fyrr á árinu fyrir góðgerðarsöfnun sem hún stóð fyrir með því að safna skeggi í þágu Mottumars. Gylfi er í hörkuformi enda duglegur að rífa í lóðin og hlaupa maraþon þegar tækifærin gefast.

Gylfi Víðisson
Gylfi Víðisson Skjáskot/Facebook

Hafþór Valsson

Hafþór Valsson er háseti um borð í Bergi VE 44. Sú áhöfn þykir sérstaklega myndarleg og rata því fleiri skipverjar þar um borð á þennan lista. Hafþór er einhleypur og barnlaus. Svo er hann líka fyrrum fyrirsæta, en árið 2013 sigraði hann Elite Model Look-keppnina sem haldin var hér á landi. 

Hafþór Valsson er einhleypur og eftirsóttur!
Hafþór Valsson er einhleypur og eftirsóttur! Skjáskot/Facebook

Hjálmar Viðarsson

Hjálmar Viðarsson hefur verið á mörgum plássum frá því hann hóf sjómannsferil sinn. Í dag starfar Hjálmarum borð í farþegaferjunni Herjólfi. Hjálmari er lýst sem fjörugum og fyndnum manni sem á það til að koma öllum í stuð. Hann er einnig einhleypur og barnlaus.

Hjálmar Viðarsson
Hjálmar Viðarsson Skjáskot/Facebook

Rögnvaldur Björnsson

Rögnvaldur er sjómaður á Raufarhöfn og starfar hjá útgerðarfélagi Hólmsteins Helgasonar ehf. Er hann talinn vera einn sá heitasti og jafnframt harðasti sem bransinn býður upp á á norðausturhorni landsins.

Rögnvaldur Björnsson
Rögnvaldur Björnsson Skjáskot/Facebook

Bjarni Freyr Brynjólfsson

Bjarni er með þeim yngstu sem hreppir sæti á þessum lista. Þrátt fyrir ungan aldur er hann sagður vera grjótharður sjómaður sem gefur þeim eldri og reyndari ekkert eftir. Bjarni er háseti um borð í Ottó N. Þorlákssyni sem er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja.

Bjarni Freyr Brynjólfsson
Bjarni Freyr Brynjólfsson Skjáskot/Facebook

Kjartan Páll Sveinsson

Strandveiðimeistarinn Kjartan kallar ekki allt ömmu sína enda er hann skipstjóri á eigin bát, Oddi Val SH 311. Samhliða því er hann formaður Strandveiðifélags Íslands þar sem hann beitir sér gagnvirkt í að standa vörð um íslenska smábátasjómennsku. 

Kjartan Páll Sveinsson
Kjartan Páll Sveinsson Ljósmynd/Aðsend

Birgir Alexandersson

Birgir er borinn og barnfæddur Stokkseyringur. Hann hefur komið víða við á sjómannsferli sínum en fetar nú sín fyrstu skref við strandveiðisjómennsku á smábátnum Tímoni. Nýtt strandveiðitímabil hófst ekki alls fyrir löngu, trillukörlunum til mikillar ánægju en Birgir er einn af þeim. Birgir er fjögurra barna faðir og í sambúð.

Birgir Alexandersson
Birgir Alexandersson Ljósmynd/Alfons

Ingþór Björnsson

Akureyringurinn Ingþór er vélstjóri um borð í fyrstitogaranum Snæfelli EA 310 sem er í eigu Samherja. Ingþór skartaði svakalega flottri mottu í marsmánuði og var einn þeirra sem lagði sitt af mörkum í að sýna Mottumars átakinu stuðning. Þá þykir Ingþór vera einn eljusamasti sjómaður sem sögur fara af.

Ingþór er lengst til vinstri á myndinni.
Ingþór er lengst til vinstri á myndinni.

Guðni Freyr Sigurðsson

Guðni Freyr er borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur og var hann ungur að árum þegar hann ákvað að fara fyrst á sjóinn. Guðni er þekktur fyrir að vera mikill eyjapeyi og einn helsti stuðningsmaður ÍBV en hann lætur sig aldrei vanta á völlinn þegar hann er í landi. Í dag starfar sem annar stýrimaður um borð í Bergi VE 44 og er hann sagður halda móralnum uppi um borð. Guðni er tveggja barna faðir og í sambúð. 

Guðni Freyr Sigurðsson
Guðni Freyr Sigurðsson Skjáskot/Facebook

Ágúst Halldórsson

Margir kunna að kannast við nafnið en Ágúst Halldórsson vakti landsathygli þegar hann sagðist hafa lent í sjávarháska við Surtsey á síðasta ári þegar hann var einn í kajak-ferð með þeim afleiðingum að hann strandaði þar. Hvað sem því líður er Ágúst talinn einn mesti jaxl sem sjómannastéttin hefur alið af sér. Ágúst er hvatvís og skemmtilegur eyjapeyi sem kallar ekki allt ömmu sína. Hann hefur róið víða og prófað ýmis störf í gegnum árin en starfar í dag sem vélstjóri á loðnuskipi í eigu Ísfélags Vestmannaeyja.

Ágúst Halldórsson
Ágúst Halldórsson Skjáskot/Facebook

Aríel Pétursson 

Aríel hefur verið formaður Sjómannadagsráðs síðan 2021. Hann er menntaður í skipstjórnarfræðum frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og frá Sjóliðsforingjaskóla danska sjóhersins í Kaupmannahöfn. Hann er bjartur eins og sólin og það geislar af honum hvert sem hann fer og hann er góður í því fá fólk til að vinna með sér. 

Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs.
Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál