Instagram: Forsetafjör, útlönd og ást

Líf og fjör!
Líf og fjör! Samsett mynd

Það var ým­is­legt skemmtilegt í gangi á In­sta­gram í síðustu vik­u!

Landsmenn kusu sér nýjan forseta á laugardag, Jón Jónsson og frú kíktu til Boston í brúðkaup, Sunneva Eir og Birta Líf sýndu sig og sáu aðra á götum New York-borgar og tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens skellti í 245. speglasjálfuna í Borgarleikhúsinu. 

Allt upp á 10!

Heiðdís Rós Reynisdóttir förðunarfræðingur klæddi sig í sparigallann á Miami en hún býr í Bandaríkjunum. 

Brúðkaupsfín með Chanel-tösku!

Andrea Röfn Jónasdóttir fyrirsæta fór í brúðkaup í Boston. Hún skartaði sínu fegursta en líka klassískri handtösku frá Chanel. 

View this post on Instagram

A post shared by Andrea Röfn (@andrearofn)

Dýrkar að vera ólétt!

Fanney Dóra leikskólakennari og áhrifavaldur gengur með sitt annað barn og elskar að birta myndir af maganum. 

Þreytt og þakklát!

Jón Gnarr og Jóga voru sæl og sátt þegar endanlegar lokatölur lágu fyrir.

View this post on Instagram

A post shared by Jón Gnarr (@jongnarr)

Ber að ofan við Reynisfjöru!

Guðmundur Emil Jóhannsson reif sig úr að ofan og gerði armbeygjur í sandinum. 

Glamúrgella á götum New York

Sunneva Eir Einarsdóttir hefur undanfarna daga notið lífsins í New York.

Í sólskinsskapi! 

Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti Íslands, mætti galvösk ásamt fjölskyldu sinni í Ráðhús Reykjavíkur á laugardagsmorgun til að kjósa. 

Þriðja stúlkan mætt á svæðið!

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir og fjölskylda svífa um á bleiku skýi þessa dagana. Lítil stúlka, sem hlotið hefur nafnið Margrét Maren, bættist í hópinn þann 26. maí síðastliðinn. 

Algjör alsæla!

Birgitta Haukdal átti yndislega daga ásamt móður sinni á Balí. 

Blómabarn!

Helga Margrét Agnarsdóttir, laganemi, dansari og áhrifavaldur, elskar að vera umkringd blómum.

Nr. 245!

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens tók 245. speglasjálfuna í búningaherbergi sínu, baksviðs í Borgarleikhúsinu.

Fjölskyldudagur! 

Ástrós Traustadóttir átti góðan dag ásamt fjölskyldu sinni í Laugardalnum. Þau heimsóttu meðal annars Húsdýragarðinn og Flóran Café Bistro.

Ljúfa líf! 

Birta Líf Ólafsdóttir birti einnig myndir frá ferðalagi hennar og Sunneva Eir Einarsdóttur til New York. Stöllurnar brölluðu ýmislegt skemmtilegt.

View this post on Instagram

A post shared by Birta Líf (@birtalifolafs)

Þakklátur! 

Baldur Þórhallsson birti fallega fjölskyldumynd og þakkaði fyrir stuðninginn.

Stórglæsileg í Boston Brúðkaupi!

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og eiginkona hans Hafdís Björk Jónsdóttir mættu í veisluna með sturluð sólgleraugu og jón var í fallegum jakkafötum frá Húrra Reykjavík.

Barre meistarinn!

Plötusnúðurinn Dóra Júlía varð fullgildur Barre þjálfari um helgina en Barre er blanda af æfingum úr ballett, jóga og pilates. Hún byrjar bráðlega með námskeið!

Handstöður á ströndinni

Tónlistarkonan Guðlaug Sóley, betur þekkt sem gugusar, skemmti sér konunglega á ströndinni á Spáni og æfði nokkrar handstöður.

View this post on Instagram

A post shared by gugusar (@gugusar_)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál