Gunnar og Birta Líf fagna 10 ára sambandsafmæli

Gunnar Patrik Sigurðsson og Birta Líf Ólafsdóttir hafa verið saman …
Gunnar Patrik Sigurðsson og Birta Líf Ólafsdóttir hafa verið saman í tíu ár! Skjáskot/Instagram

Fasteignasalinn Gunnar Patrik Sigurðsson og hlaðvarpsstjarnan Birta Líf Ólafsdóttir fögnuðu því um helgina að hafa verið saman í tíu ár. 

Í tilefni þess deildi Birta Líf fallegri færslu á Instagram-reikningi sínum með tíu myndum af parinu, eina fyrir hvert ár.

Birta Líf fór í viðtal á fjölskylduvef mbl.is síðasta haust þar sem hún sagði meðal annars frá því hvernig þau Gunnar kynntust í gegnum sameiginlega vini. „Hann æfði fót­bolta með Val á sín­um tíma og ég kem úr Hlíðunum þannig að vin­ir mín­ir úr grunn­skóla voru að æfa með hon­um og kynntu okk­ur,“ seg­ir Birta. 

Lífið tók U-beygju sumarið 2020

Parið á saman eina dóttur, Emblu Líf Gunnarsdóttur, sem kom í heiminn í apríl 2021. Í viðtalinu sagði Birta Líf einnig frá því hvernig lífið tók U-beygju eftir að þau komust að því að hún væri ófrísk sumarið 2020.

„Okk­ur brá báðum en það breytt­ist svo strax í mikla spennu fyr­ir nýja hlut­verk­inu. Ég var ný­bú­in að klára meist­ara­námið og var því ný­flutt heim til Íslands frá Bost­on, en ég þurfti að flytja heim vegna kór­ónu­veirunn­ar og kláraði meist­ara­námið því í gegn­um Zoom. Planið var alltaf að fara aft­ur út og vinna við markaðssetn­ingu í Banda­ríkj­un­um.

Nokkr­um dög­um eft­ir út­skrift­ina mína, sem var ein­mitt hald­in á Zoom, komst ég svo að því að ég væri ófrísk og þá breytt­ust framtíðar­plön­in. Ég hefði samt ekki viljað breyta neinu. Embla Líf kom á full­komn­um tíma og þó svo að barn hafi ekki verið í plan­inu þá var hún svo miklu meira en vel­kom­in,“ sagði Birta Líf.

Smartland óskar þeim innilega til hamingju með ástina!

View this post on Instagram

A post shared by Birta Líf (@birtalifolafs)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál