Selma 50 ára: „Elska þig drottningin mín“

Kolbeinn Tumi Daðason og Selma Björnsdóttir.
Kolbeinn Tumi Daðason og Selma Björnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Selma Björns­dótt­ir, tón­list­ar­kona, leik­kona og leik­stjóri, fagn­ar fimm­tugsaf­mæli í dag. Á meðal þeirra sem fagna af­mæl­inu er sam­býl­ismaður Selmu, Kol­beinn Tumi Daðason fjöl­miðlamaður, Kol­beinn Tumi ját­ar ást sína á Face­book í til­efni dags­ins. 

„Drottn­ing­in er fimm­tug. Ég man þegar ég byrjaði að deita fun­heita orku­stykkið Selma Björns fyr­ir á sjötta ári. Það hvarflaði ekki að mér að hún ætti svona stutt í hálfa öld. En nú er dag­ur­inn runn­inn upp og ég hvet ykk­ur til að benda mér á góð vín sem eld­ast jafn­vel og frú­in. Við gæt­um þurft að kaupa þau og drekka,“ skrifaði Kol­beinn Tumi á Face­book og held­ur áfram: 

„Þúsundþjala­smiður­inn er að heim­an á af­mæl­is­dag­inn. Það verður eng­um leik­stýrt í dag, eng­in nafn­gjöf eða hjóna­vígsla, eng­inn prófaður fyr­ir hlut­verk í bíó­mynd, eng­ar tal­setn­ing­ar og eng­in veislu­stjórn. Í dag er Selma Björns af­mæl­is­barnið. Það þýðir vatns­renni­braut­ir, mímós­ur, dek­ur og dinner með nán­ustu fjöl­skyldu. Hún elsk­ar nefni­lega fólkið sitt.

Ég er hepp­inn að deila líf­inu með Selmu. Hún held­ur mér á tán­um, sér hlut­ina oft í öðru ljósi, vill keyra á hlut­ina þegar ég þarf að pæla enda­laust í þeim, vill aldrei að partýið endi þegar ég er al­veg bú­inn á því, bakk­ar mig upp þegar á þarf að halda, þráir æv­in­týri og stuð.

Ég er sjúk­ur í hana og hlakka til næstu... já, hvað seg­ir maður eig­in­lega þegar fólk er orðið svona gam­alt.... næstu fjöl­mörgu ára með Selmu fokk­ing Björns. Elska þig drottn­ing­in mín,“ skrif­ar Kol­beinn Tumi að lok­um. 

Selma Björnsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason.
Selma Björns­dótt­ir og Kol­beinn Tumi Daðason. Ljós­mynd/​Hulda Mar­grét

Fóru meðal ann­ars á salsa festi­val

Selma var í viðtali í Morg­un­blaðinu í dag í til­efni stóraf­mæl­is­ins. Þar fór hún yfir æv­in­týra­leg­an fer­il en líka áhuga­mál sín. 

„Ég fer mikið í sund, mér finnst gam­an að fara í göng­ur á sumr­in og elska að ferðast. Svo er ég að rembast við að læra ít­ölsku á net­inu. Við maður­inn minn lærðum sam­an salsa og fór­um á salsa festi­val í Króa­tíu og mig lang­ar að halda því áfram,“ sagði Selma meðal ann­ars í viðtal­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda