Instagram: Hafdís fór Kleinalaus á djammið

Það var allt í gangi í vikunni á Instagram.
Það var allt í gangi í vikunni á Instagram. Samsett mynd

Vikan var með hressilegra móti. Sunneva Eir fór til Króatíu og það gerði Birgitta Haukdal líka. Þær voru þó alls ekki í sömu ferð þótt þær væru í sama landi. Sunneva Eir var með vinkonum sínum og Birgitta í hjólaferð með frægum vinum úr tónlistar og leiklistarheiminum. Á sama tíma fór Hafdís hans Kleina Kleinalaus á djammið. 

Í split á Split

Birgitta Haukdal var stödd í hjólaferð ásamt fleira fólki í Split í Króatíu. Hún tók sig til og fór í split. 

Endalaust sumar!

Sumarið ætlar aldrei að koma á Íslandi en það virðist vera endalaust hjá áhrifavaldinum Sunnevu Eir Einarsdóttur. 

Fjölskyldan!

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir er nýorðin fjögurra barna móðir. Hún birti myndir úr fæðingarorlofinu á Instagram í vikunni. 

Þjóðhátíð nálgast!

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir naut þess að taka upp myndband við þjóðhátíðarlagið í ár. 

Hvað er betra en baðlón?

Tiktok-stjarnan Embla Wigum tók sér pásu frá förðunarspeglinum og skellti sér í Sky Lagoon. 

Sumartískan!

Kírópraktorinn, Guðmundur Birki Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró er kominn í sumarskap og er búinn að draga fram sumarlegar flíkur. 

Sól í Króatíu!

Raunveruleikastjarnan Magnea Björg Jónsdóttir skellti sér til Króatíu. 

Fjör í gæsun!

Pattra Sriyanonge, áhrifa­vald­ur og markaðsstjóri Sjáðu, sýndi frá gæsun Gerðu Jónsdóttur eða Gerðu INSHPAE. 

Skál fyrir pabba!

Arna Petra Sverrisdóttir áhrifavaldur fagnaði með föður sínum sem er orðinn 60 ára. 

Dásamlega Ítalía!

Hekla Nína Hafliðadóttir fór í draumafrí til Ítalíu. 

Ískaldur!

Beggi Ólafs kældi sig niður!

Á vinkonudjammi

Hafdís Björk Kristjánsdóttir einkaþjálfari og hinn helmingurinn af dúettnum, Hafdís og Kleini, fór án Kleina á djammið. 

View this post on Instagram

A post shared by Hafdís Björg (@hafdisbk)

Tveir ástfangnir kúrekar!

Tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn, Jón Ragnar Jónsson, og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir fóru í kúrekapartí og tóku sig vel út. 

Afmælisfín!

Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarsson fór í afmæli í pallíettukjól. 

View this post on Instagram

A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál