Nýjasta ofurpar Íslands opinberar ástina

Heiður Ósk og Davíð Rúnar eru par.
Heiður Ósk og Davíð Rúnar eru par. Samsett mynd

Heiður Ósk Eggerts­dótt­ir förðunarfræðingur og Davíð Rún­ar Bjarna­son, landsliðsþjálf­ari Íslands í hne­fa­leik­um, eru nýtt par. Parið hefur opinberað ástina en það birti myndir hvort frá öðru á Instagram um helgina. 

Heiður hef­ur getið sér gott orð í förðun­ar­heim­in­um. Hún er eig­andi Reykja­vík Makeup School og HI beauty ásamt Ing­unni Sig­urðardótt­ur. Ný­verið gáfu vin­kon­urn­ar svo út fyrstu vör­urn­ar und­ir eig­in snyrti­vörumerki sem kall­ast Chilli in June.

Davíð Rúnar sagði frá ferlinum í Dagmálum fyrr í júní. Hann stundaði hne­fa­leika og keppti hér­lend­is þegar hann var hvatt­ur til að fara er­lend­is til að fá meiri reynslu en hér á landi. Hug­mynd sem kviknaði í þessu sam­tali var að senda Davíð til Banda­ríkj­anna og var ein fræg­asta hne­fa­leika­stöð í heimi nefnd á nafn sem mögu­leiki fyr­ir hann en það er hne­fa­leika­stöðin Wild card í Los Ang­eles.

Smartland óskar þeim til hamingju með ástina!

Heiður birti mynd af Davíð Rúnari á Instagram um helgina.
Heiður birti mynd af Davíð Rúnari á Instagram um helgina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál