Laufey frumsýndi kærastann á Instagram

Laufey Lín Jónsdóttir fann ástina og er komin með kærasta.
Laufey Lín Jónsdóttir fann ástina og er komin með kærasta. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Laufey Lín Jónsdóttir, ein skærasta stjarna íslenskarar tónlistarsenu um þessar mundir, hefur fundið ástina. Hún hefur sópað að sér verðlaunum á tónlistarsviðinu en nú virðist hún hafa dottið í kærastalottóið líka ef marka má frétt af Vísi.is. 

Þar kemur fram að hinn heppni heiti Charlie Christie og starfi í markaðsteymi hjá útgáfufyrirtækinu Interscope Records. Fyrirtækið gefur út tónlist Lady Gaga, Elton John, Billie Ellish og Maroon 5 svo einhverjir tónlistarmenn séu nefndir og er með skrifstofur á Santa Monica í Kaliforníu. Það er því kannski ekki skrýtið að hann hafi fallið fyrir Grammy-verðlaunahafanum Laufeyju. 

Laufey deildi þessari ljósmynd af sér og ástinni á Instagram.
Laufey deildi þessari ljósmynd af sér og ástinni á Instagram.

Laufey óskaði kærastanum til hamingju með daginn á Instagram og birti mynd af þeim saman. Það er ekki laust við að það sé hjónasvipur með þeim. 

Smartland óskar parinu til hamingju með ástina!

Laufey vann Grammy-verðlaun fyrr á árinu.
Laufey vann Grammy-verðlaun fyrr á árinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál