Skemmtilegt að eldast með ástinni

Brooks Laich og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru ástfangin.
Brooks Laich og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru ástfangin. Ljósmynd/Aðsend

Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ástfangin af kærasta sínum, fyrr­ver­andi ísknatt­leiks­mann­in­um Brooks Laich. Hún fagnaði afmæli hans á dögunum og má lesa úr skrifum hennar á Instagram að lífið með Laich er algjör draumur. 

Laich átti afmæli þann 23. júní og segir Katrín Tanja í færslu á Instagram að hún gæti skrifað milljón og þrjá hluti um kærasta sinn. „En einn hlutur er mér efst í huga í dag og það er hversu smitand lífsorku og ástríðu fyrir lífinu hann er með. Þetta er það fyrsta sem ég man um hann frá því þegar við hittumst fyrst,“ skrifar Katrín Tanja og segir alla finna fyrir eldinum sem býr innra með kærasta sínum. 

„Það verður alltaf mín lífsins lukka að Brooks Laich fæddist. Ég elska að lifa lífinu með þér og ég er svo spennt fyrir næstunni með þér. Að eldast er skemmtilegt með þér ástin mín,“ skrifar Katrín Tanja að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál