Einbýlishús í Fossvogi selt á undirverði

Einbýlishús við Kvistaland 7 var selt á dögunum.
Einbýlishús við Kvistaland 7 var selt á dögunum. Samsett mynd

Við Kvistaland í Fossvogi er að finna 203,1 fm einbýlishús á einni hæð sem reist var 1973. Árið 2021 skipti húsið um eigendur og var það endurnýjað mikið árið 2022. Húsið var auglýst til sölu í maí og var ásett verð 228.900.000 kr. 

Þegar húsið var endurnýjað voru þarfir nútímafjölskyldu hafðar til hliðsjónar. Til dæmis var skipt var um eldhúsinnréttingar í húsinu og settar nýmóðins í staðinn sem keyptar voru í Eirvík. Í eldhúsinu er Liebherr ísskápur ogMiele ofn með innbyggðri rakastýringu og kjöthitamæli og annar ofn frá sama merki sem er bæði ofn og örbylgjuofn. Í eldhúsinu er spanhelluborð sem kúrir vel á Kvartssteini með pandamunstri. 

Fallegar innréttingar prýða húsið og er kvartssteinn á borðplötum.
Fallegar innréttingar prýða húsið og er kvartssteinn á borðplötum.
Tveir ofnar eru í eldhúsinu.
Tveir ofnar eru í eldhúsinu.

Nú er húsið selt og fór á undirverði eða 13 milljónum undir ásettu verði. Ögmundur Máni Ögmunsson og Petrea Mjöll Jóhannesdóttir keyptu húsið af Thomasi Má Gregers og Soffíu Theódóru Tryggvadóttur. Þau festu kaup á höll Össurar heitins Kristinssonar á dögunum. 

Eldhúsið var opnað inn í stofu.
Eldhúsið var opnað inn í stofu.
Húsið er við Kvistaland og er gróinn garður í kringum …
Húsið er við Kvistaland og er gróinn garður í kringum húsið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál