Glæpasögur mega vera bleikar

Anna Rún Frímannsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, var að gefa út …
Anna Rún Frímannsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, var að gefa út sína fyrstu skáldsögu sem heitir Dauðaþögn. mbl.is/Eyþór

Anna Rún Frí­manns­dótt­ir, blaðamaður á Morg­un­blaðinu, gaf út sína fyrstu skáld­sögu, Dauðaþögn, í vik­unni. Glæpa­sag­an fjall­ar um of­beldi, þögg­un og blekk­ing­ar. 

„Ég man varla eft­ir mér öðru­vísi en með stíla­bók og blý­ant í hendi að skrifa texta eða semja ljóð,“ seg­ir Anna Rún Frí­manns­dótt­ir, blaðamaður og rit­höf­und­ur, en á fimmtu­dag­inn kom út hjá Sölku glæpa­sag­an Dauðaþögn, sem er fyrsta skáld­saga henn­ar. Blaðamaður sett­ist niður með Önnu Rún og ræddi við hana um til­urð bók­ar­inn­ar, sköp­un­ar­ferlið og næstu skref. Seg­ist Anna Rún alltaf hafa vitað innst inni að hún myndi láta draum­inn ræt­ast, þ.e. að skrifa skáld­sögu.

„Áhug­inn hef­ur alltaf legið í skrif­um. Ég byrjaði að vinna sem blaðamaður í hluta­starfi aðeins 14 ára göm­ul og tók þá mín fyrstu viðtöl. Íslenska var líka upp­á­halds­fagið mitt í skóla og ég var svo hepp­in að vera með frá­bæra ís­lensku­kenn­ara sem eig­in­lega urðu til þess að ég ákvað að fara í ís­lensku­nám í há­skól­an­um. Inn­an ís­lensk­unn­ar leitaði ég síðan mikið í bók­mennt­irn­ar og valdi mér ósjálfrátt þar barna­bók­mennt­ir og spennu­bók­mennt­ir,“ seg­ir hún.

Hættu­lega ná­lægt sann­leik­an­um

Um hvað fjall­ar Dauðaþögn?

„Þetta er fyrst og fremst saga um of­beldi, þögg­un og blekk­ing­ar. Ung kona finnst myrt á heim­ili sínu og voðaverkið virðist koma öll­um að óvör­um þar sem hin látna var vel liðin alls staðar og hvers manns hug­ljúfi. Morðmál þess­ar­ar ungu konu dett­ur síðan óvænt inn á borð aðal­per­són­unn­ar Hrefnu sem hef­ur starfað á lög­manns­stof­unni Skildi frá út­skrift en þar sinn­ir hún aðallega þing­lýs­ing­um, skilnaðarpapp­ír­um og ann­arri skriffinnsku. Fljótt fara þræðir máls­ins að teygja sig í ófyr­ir­séðar átt­ir og Hrefna þarf að leggja allt í söl­urn­ar til að fóta sig í nýju hlut­verki. Áður en hún veit af er hún djúpt sokk­in í málið og kom­in það ná­lægt sann­leik­an­um að hún þarf sjálf að fara að vara sig,“ út­skýr­ir Anna Rún.

Áhugi Önnu Rún­ar hef­ur alltaf legið í glæpa­sagna­form­inu og seg­ist hún lesa nán­ast all­ar ís­lensk­ar glæpa­sög­ur sem koma út.

„Þegar ég var lít­il þá las ég oft upp fyr­ir mig. Ég fór snemma að lesa Agöt­hu Christie og bæk­ur sem þóttu kannski ekki endi­lega fyr­ir börn og ung­linga. Þessi heim­ur heillaði mig strax, þ.e. að maður væri sjálf­ur að reyna að leysa ein­hverja ráðgátu meðan á lestr­in­um stæði. Mér fannst þetta svo spenn­andi form og velti því fyr­ir mér hvort ég gæti búið til sögu þar sem flétt­an væri þannig að fólk væri all­an tím­ann að reyna að leysa glæp­inn. Hug­mynd­in að söguþræðinum kom svo til mín fyr­ir þrem­ur árum í covid og lét mig ekki vera. Ég þurfti ein­fald­lega að koma þess­ari sögu frá mér. Ég skrifaði fyrst beina­grind, setti svo reglu­lega kjöt á bein­in og allt í einu var þetta orðið að bók,“ seg­ir Anna Rún. Bæt­ir hún því við að þótt upp­leggið sé krimmi reyni hún líka að hafa söguþráðinn létt­an og lif­andi með heill­andi og skemmti­leg­um lýs­ing­um.

Snýst um hug­rekki

Í Dauðaþögn fær morðing­inn rödd en það heillaði Önnu Rún að leyfa les­end­um að sjá sjón­ar­horn morðingj­ans þar sem það er ekki endi­lega van­inn í glæpa­sög­um.

„Les­and­inn fer þar af leiðandi að pæla meira í því hver morðing­inn sé og hvað hon­um gangi eig­in­lega til,“ seg­ir Anna Rún og held­ur áfram: „Ég flakka líka fram og til baka í tíma, þ.e. í nú­tím­ann og svo til baka þegar sú myrta er á lífi.“

Hvaða þema má finna í bók­inni?

„Sag­an tek­ur í raun­inni á því hvernig full­orðið fólk get­ur oft verið að burðast með ein­hver áföll úr æsku án þess að gera sér endi­lega grein fyr­ir því eða vera til­búið að tak­ast á við þau. Sag­an snýst því svo­lítið um hug­rekki. Hug­rekki til að stíga fram, þora að leita sér aðstoðar og skilja bet­ur hvaðan maður kem­ur og af hverju maður er eins og maður er.“

Anna Rún er með nóg á sinni könnu. Hún er í fullu starfi sem blaðamaður og er þriggja barna móðir með stórt heim­ili, en hún læt­ur það ekki stoppa sig. Spurð hvernig henni hafi tek­ist að skrifa skáld­sögu sam­hliða öllu seg­ir hún: „Ég er með svo gott bak­land að ég gat gefið mér tíma í að elta þenn­an draum. Ég skrifaði frá því ég fór í vinn­una á morgn­ana og eft­ir vinnu þar til ég fór að sofa. Ef maður brenn­ur fyr­ir ein­hverju þá þarf maður bara að leggja á sig þessa auka­vinnu og finna tíma.“

Ást við fyrstu sýn

Af hverju varð heitið Dauðaþögn fyr­ir val­inu?

„Tit­ill­inn seg­ir mikið til um inni­haldið, það er framið morð en hún tek­ur líka á þögg­un svo Dauðaþögn á ótrú­lega vel við. Þegar þú sérð bók­ina og titil­inn þá veistu líka strax að þetta er glæpa­saga.“ Bóka­káp­an er bleik með myrk­um skýj­um en hana hannaði Bylgja Rún Svans­dótt­ir. Anna Rún seg­ir það hafa verið ást við fyrstu sín þegar hún sá káp­una.

„Mér finnst eitt­hvað skemmti­legt við það að káp­an poppi út og sé pínu gellu­leg þótt hún sé krimmi fyr­ir öll kyn. Glæpa­sög­ur mega vera bleik­ar á lit­inn, þær þurfa ekki all­ar að vera svart­ar,“ seg­ir hún og bæt­ir við að hún sé ein­stak­lega þakk­lát þeim Önnu Leu og Dögg hjá Sölku fyr­ir traustið og öll þeirra góðu ráð. „Þær eru al­veg frá­bær­ar báðar tvær og ég hef notið þess í botn að fara í gegn­um þetta út­gáfu­ferli með þeim.“

Spurð hvort bú­ast megi við ann­arri bók seg­ir hún svo vera.

„Það var einu sinni aug­lýs­inga­slag­orð sem sagði: „Einu sinni smakkað, þú get­ur ekki hætt,“ og er það ekki bara þannig? Ég er hvergi nærri hætt, ef maður þráir eitt­hvað heitt þá gefst maður ekki upp. Þetta er það skemmti­leg­asta sem ég geri. Ég er með fullt af hug­mynd­um í koll­in­um sem láta mig ekki í friði og er nú þegar byrjuð að skrifa næstu bók. Ég vona bara inni­lega að ís­lensk­ir glæpa­sagnaunn­end­ur séu til­bún­ir að fagna glæ­nýrri rödd.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda