Stjörnuspá Siggu Kling fyrir júlí er ekkert slor

Júlíspá Siggu Kling er komin í loftið.
Júlíspá Siggu Kling er komin í loftið. mbl.is/Marta María

Spákonan Sigga Kling spáir í stjörnurnar. Júlímánuður verður fjörugur en hrúturinn verður þó að passa að eyða ekki um efni fram á meðan fiskinum er ráðlagt að elska eins og enginn sé morgundagurinn. Einhver myndi segja að þetta hljómaði eins og uppskrift að góðu sumri. 

Það verður rifist um þig

Hrúturinn er frá 21. mars til 19. apríl.

Elsku hrúturinn minn, þó að það sé alveg nóg að gera hjá þér þá er töluverður pirringur út af því að þér finnst ekki allt vera í röð og reglu.

Þú getur ákveðið sjálfur hvort þú ætlar að æsa þig yfir þessu eða bara láta það eiga sig. Þetta er tími til að leyfa sér leti sem að er nú ekki alveg þér blóði borin, í bókinni minni „Orð eru álög“ er kafli sem heitir leti er sexý.

Þú verður að vara þig á því að vaka ekki of mikið á nóttunni þó að þú elskir það. Þú þarft að tímasetja sjálfan þig betur. Það er mögulegt að veikindi hafi heimsótt þig eitthvað sem að liggur á lífsorkunni þinni, ef að þér finnst líkami þinn vera að senda þér skilaboð um að eitthvað sé í ólagi þá verður þú að hlusta, þú getur hreinsað allt út núna á þessum mánuði þú einn veist hvernig.

Lesa meira

Ekki fjárfesta í einhverri vitleysu!

Nautið er frá 20. apríl til 20. maí.

Elsku Nautið mitt, það eina sem þú sendir frá þér og vilt að skíni á þig er ást og að vera elskað.

Þú hefur meira en mikið að gefa í sambandi við þessi mál, þú skapar svo fallegt heimili og góða stemningu í kringum allt sem þú kemur nálægt. Þú vilt öllum svo vel en ef einhver stígur á tærnar á þínum bestu vinum eða fjölskyldu þá veður þú eld og brennistein, breytist í villidýr til að hjálpa. Þú hefur gefið mikið af tímanum þínum til annarra og það er fallegt. 

Eftir því sem að andinn færist yfir hjá þér þá verður þú rólegri og treystir því að fólkið þitt bjargi sér því ef þú ætlar að fljúga fyrir einhvern annan einstakling þá fær sá hinn sami ekki sína eigin vængi.

Lesa meira

Þú ert listrænn og sjarmerandi!

Tvíburinn er frá 21. maí til 20. júní.

Elsku Tvíburinn minn, ef að setningin að koma sjá og sigra á einhvern tíman við þig þá er það núna.

Þú ert á uppskeruhátíð og þar að leiðandi færðu upp í hendurnar verkfæri og hálfgerðan töfrasprota til að geta tekið þetta tímabil með stæl. Það horfa allir hugfangnir á þig og vilja vera eins og þú svo til hamingju og óskaðu sjálfum þér líka til hamingju. Það er svo mikilvægt að fagna öllum þeim áföngum sem koma til okkar.

Hafðu bara alla samninga sem þú gerir alveg sama við hvern skriflega þá verður engin óvænt útkoma sem þú þarft að díla við. Það felst svo mikil gleði og sjarmi í orðunum þínum þú þarft að kynda undir sköpun og einhverskonar list, það getur verið list að skapa góðan mat, vera í fallegum fötum eða hvað sem er sem tengist sköpunarhæfni þinni þá verður þú alveg í essinu þínum út þetta sumar.

Lesa meira

Þú ert að sigla í gegnum þitt besta ár!

Krabbinn er frá 21. júní til 22. júlí.

Elsku Krabbinn minn, þú ert eitthvað svo glæsilegur og hjartahlýr en svo dettur yfir þig óttinn eins og helli rigning án þess að þú skiljir út af hverju.

Þú ert að losa þig meira og meira út úr þessu og finna leiðir til að halda jafnvæginu og gleðja þig því þú hefur ekkert að óttast þetta er bara eins konar ímyndum í kollinum á þér. 

Gjafmildi þitt í gegnum tíðina og lífið hefur gefið þér góða vináttu og líka þá sem að vilja hanga á þér og reyna jafnvel að kaupa vináttu þína.

Þú ert að ná þeim þroska núna og yfirvegun og getur sagt fallega bara nei ég hef ekki tíma núna né á næstunni en svona hægt og hægt slíturðu í burtu þá sem eru eins konar arfi í þinum garði.

Lesa meira 

Þú lendir alltaf á loppunum!

Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst.

Elsku fallega ljónið mitt, þú ert búin að vera svo þreyttur og hálf andlaus það er eins og þú finnir ekki ástríðuna og kraftinn sem þú býrð yfir.

Passaðu þig á því að dæma þig ekki þrátt fyrir þreytuna, þetta kemur hægt og rólega en ágúst mánuður vekur þig upp af þessum Þyrnirósarsvefni og það munu allir sjá það og svo sannarlega þú.

Fyrir þá sem eru á lausu þá er borgar sig einhver tilraunastarfsemi í ástinni sig ekki en ef þú hefur verið í einhverskonar ástarsambandi sem hefur ekki gengið upp þá skaltu líka gleyma því að gefa þeirri tengingu séns.

Lesa meira 

Hafsjór af ást að flæða hjá þér!

Meyjan er frá 23. ágúst til 22. september.

Elsku Meyjan mín, þú ert í essinu þínu að skipuleggja einhverskonar viðburði eða hátíð, eitthvað skemmtilegt sem er á hraðferð inn í líf þitt.

Það verður svo mikill partýpinni í þér og þú virðist bara vera að yngjast upp ef það er það sem þú þarft. Þú ert að breyta einhverju mataræði, hugsunum eða hvernig þú vilt gera hlutina. Gefðu þessu bara tíma og sýndu þolinmæði.

Það sakar þig einhver um eitthvað sem ég get ekki alveg reiknað út því að þetta er tengt einhverskonar slúðri, þú þarft bara að horfast í augu við það og láta í þér heyra þó í mildum tón og þá lagast það. En það eru smáborgarar sem að sjá um slúðurkeppnina hér á Íslandi.

Lesa meira

Þú ert að gera allt rétt!

Vogin er frá 23. september til 22. október.

Elsku Vogin mín, til þess að grípa hamingjuna og finna þessa vellíðan sem segir að þú hafir sigrað eitthvað í lífi þínu þá kemur það fyrir að maður lendir í áföllum en þessi áföll sem hafa verið send eru til þess að hjálpa þér að verða vitrari og sterkari en þú hefur nokkurn tíman verið.

Það kemur svo oft fyrir að maður getur bara hreinlega ekki neitt, andaðu djúpt að þér og trúðu því að þú komist yfir þennan hjalla sem þér hefur verið sýndur. Að trúa og treysta í því býr mátturinn.

Í kringum 21. júlí þegar fulla tunglið sýnir sig þá sérðu að þú hefur gert allt rétt og hefðir ekki þurft að hafa þessar djúpu og erfiðu áhyggjur. Í raun eru það bara hugsanir sem skelfa þig svo æfðu þig í því að setja nýja hugsun inn því að það er nú þannig að þetta ár er árið þitt og sigrarnir verða miklu sætari en ósigrarnir.

Lesa meira

Vertu meira svona já týpa!

Sporðdrekinn er frá 23. október til 21. nóvember.

Elsku Sporðdrekinn minn, þú ert búinn að vera eins misjafn og öldurnar í hafinu en hafið hefur þann kraft að bera hvort það sé brjálað veður eða blessuð blíðan þá elskar maður sjóinn.

Það elska þig svo margir en þú ert alltaf í efakeppni um það, það er það eina sem að er að bregða fyrir þig fæti og láta þér líða illa, allt bara tóm ímyndun. Þú þarft að hætta að segja ég nenni ekki þessu eða nenni ekki hinu, skapaðu þér áskoranir strax og farðu og gerðu það sem að þér myndi aldrei detta í hug að gera. Segðu já eins og Jim Carrey í Yes Man ef að þú nennir því ekki þá lyppastu niður í þreytu, jafnvel verkjum og hugarangri svo stattu upp núna strax.

Það er svo óteljandi margt sem þú getur gert og allar hurðir opnar nema ein, það er akkúrat sú hurð sem þú starir á. Ef þú ert að skoða ástina þá skaltu ekki láta útlitið varða þig öllu heldur hlýjuna og orðin sem streyma frá persónu sem að þú vilt laða inn í líf þitt. Þetta er ævintýra veisla sem að þér er boðið upp á næstu tvo mánuði.

Lesa meira

Ástin er í loftinu!

Bogmaðurinn er frá 22. nóvember til 21. desember.

Elsku Bogmaðurinn minn, þú ert búinn að vera svo hugsi. Þú veist ekki alveg hvað þú ætlar að velja eða framkvæma. Gerðu bara eitthvað, taktu eitt skref.

Vinur minn sem býr á Reykjarnesinu hefur byggt fjöldann allan af húsum aleinn, fólk tekur andköf og spyr hann: Hvernig fórstu að þessu? Hann svarar: Ég tók bara eina spýtu í einu.

Svo þú þarft ekki að stressa þig, leyfðu þér að fljóta með straumnum og þá farnast þér vel of fallega. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvort að ferðalög séu ekki fram undan og svo lendir þú í lukkupotti með eitthvað stærra og skemmtilegra.

Lesa meira

Í þér býr vitringur!

Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar.

Elsku Steingeitin mín, þetta er þinn tími til að rétta úr þér og anda að þér sólargeislunum hvort sem þú sjáir sólina eða ekki.

Fulla tunglið 21. júlí er Steingeitartungl, tími til að rísa upp úr öskunni og finna eldinn sem brennur í þér. Það versta sem þú kallar inn í líf þitt núna er að vorkenna þér út af æskunni, gamalli ást eða skipbroti það kallar bara á volæði.

Það er alltaf svo mikið að gerast hjá þér og að þó að þig langi ekki til að breyta neinu þá koma samt inn í líf þitt þannig stormar sem svipta þig inn í önnur hlutverk sem þú reiknaðir ekki með.

Lesa meira

Þú ert ekkert meðal ljón!

Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar.

Elsku Vatnsberinn minn, það er vart hægt að segja að það séu einhver meðal ljón í þessu merki.

Þú ert uppfinningamaður og hugmyndasmiður svo teygðu þig bara í hugrekkið sem er við hliðina á þér þá getur líf þitt ekki orðið fullkomnara. Þú hefur þá tilhneigingu að finnast þú alltaf bara rétt alveg að ná takmarkinu sem að þú varst búinn að sjá fyrir þér. Svo þú nærð ekki að gleðjast nógu vel þó að þú komist á þann stað sem þú villt.

Það er af því að það er alltaf eitthvað annað sem er þá betra. Þú þarft að skynja það og læra að vera líka Gísli á Uppsölum og líka finna í þér heimsborgarann. Það eru kraftaverk að gerast í kringum þig og hver dagur gefur þér ný tækifæri.

Lesa meira

Elskaðu eins og enginn sé morgundagurinn!

Fiskurinn er frá 19. febrúar til 20. mars.

Elsku Fiskurinn minn, þú ert tilfinningaríkasta merkið ef að tilfinningar þínar væru rafmagn þá væri hægt að virkja allt Ísland. Þú elskar svo heitt og gefur alla þína þjónustu eins fallega og mögulegt er.

En þegar gengið er of hart að þér á hugur þinn það til að brotna. Þú vilt svo vel og ert svo fjölbreyttur og getur auðveldlega breytt um ham, en það fer bara eftir því hvern þú ert að umgangast.

Fiskarnir eru tveir saman og geta ráðið því hvort þeir séu hákarl eða gullfiskur.

Hjartað þitt er svo opið núna, allar rásirnar þínar eru viðkvæmar og opnar fyrir öllu áreiti og þú veist ekki alveg hvernig þú átt að túlka þetta.

Lesa meira

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál