Nóttin: Villi Vill, Erpur og Óttar P viðruðu sig

Það var mikið fjör á Nóttinni þótt pabbar landsins séu …
Það var mikið fjör á Nóttinni þótt pabbar landsins séu fastir í krefjandi verkefnum. Samsett mynd

Lausa­ganga Nótt­ar­inn­ar verður aldrei jafn­yf­irþyrm­andi og aumk­un­ar­verð eins og á þess­um árs­tíma þegar all­ir karl­ar lands­ins hverfa af yf­ir­borði jarðar og nema land á fót­bolta­mót­um - nú eða í laxveiðiám (án bún­ingaþema). Helgarpabb­arn­ir, sem skreyta að jafnaði miðbæ Reykja­vík­ur, hætta að birta heit­ar mynd­ir af sér á In­sta­gram og birta þess í stað mynd­ir af ísét­andi af­kvæm­um sín­um. Nótt­in velt­ir þessu oft fyr­ir sér hvers vegna menn gera þetta. Vita þeir ekki að kona í virkri maka­leit hef­ur eng­an áhuga á að sjá mynd­ir af ávöxt­um mis­heppnaðra ástar­sam­banda.

Lok júní, júlí og byrj­un ág­úst eru nett hellaðir nema Nótt­in breyti um kúrs og finni sér ein­hvern sól­brún­an afa. Ein­hvern svona sem þarf ekki að vera í fríi í júlí þegar leik­skól­ar lands­ins eru lokaðir. Ein­hvern sem er að und­ir­búa starfs­lok. Kon­ur hafa nú al­veg gert þetta. Hver man ekki eft­ir því þegar ís­lensk þokka­dís gift­ist 92 ára bíla­sala í Am­er­íku. Sam­bandið endaði reynd­ar með skilnaði en hvað um það. 

Þarsíðasta föstu­dag var Nótt­in búin að vinna snemma. Pabbi var úti á golf­velli lung­ann úr deg­in­um, tók stór­an hring, og Nótt­in laumaðist aðeins fyrr heim. Á Skugga við Aust­ur­völl voru nokkr­ir herra­menn eins og Jón Gunn­ar Jóns­son for­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins, Davíð Más­son at­hafnamaður, Nuno Servo eig­andi Apó­teks­ins og Ragn­ar Þóris­son at­hafnamaður. Nótt­in varð þess áskynja að það væri verið að hlaða í eitt­hvað en fór snemma heim. 

Ragnar Þórisson.
Ragn­ar Þóris­son.

Nótt­in svaf af sér stór­an hluta laug­ar­dags­ins en ákvað að fá sér eitt­hvað að maula á For­rétta­barn­um þegar hún loks­ins komst á fæt­ur. Henni til mik­ill­ar skelf­ing­ar var kveikt á ein­hverj­um fót­bolta­leik inni á staðnum. Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri var á allt ann­arri skoðun en Nótt­in en hann var mætt­ur með famil­í­unni til þess að horfa á leik­inn. Eft­ir nokkra for­rétti lét hún sig hverfa og stoppaði á Skugga þar sem hún hitti Ragn­ar Þóris­son at­hafna­mann ann­an dag­inn í röð á sama stað. 

Gunnar Skírnir og Sæmundur elska að klæða sig upp á.
Gunn­ar Skírn­ir og Sæmund­ur elska að klæða sig upp á. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ann­ars var laug­ar­dag­ur­inn voða mánu­dags eitt­hvað þar sem Nótt­in fékk sér að borða í mötu­neyt­inu sínu á Hafn­ar­torg Gallery. Þar var meðal ann­ars Kári Árna­son knatt­spyrnu­hetja að tala í sím­ann. Eins og vana­lega hresst­ist Nótt­in við eft­ir eina pasta­skál og ákvað að skella sér út á lífið með hress­um vin­kon­um. Nótt­in var fljót að líða hjá Nótt­inni sem fór á Peter­sen-svít­una í miklu stuði. Fljót­lega eft­ir miðnætti hitti hún þar Aron Can og Æði-tví­bur­ana, Gunn­ar Skírni og Sæ­mund, sem gera allt sam­an og eru alltaf geggjaðir. Af hverju á Nótt­in ekki tví­bura­syst­ur?

Tinna Brá Baldvinsdóttir og Ari Eldjárn eru ástfangin og eldheit.
Tinna Brá Bald­vins­dótt­ir og Ari Eld­járn eru ást­fang­in og eld­heit.

Svona eins og með góð laug­ar­dags­kvöld þá endaði Nótt­in á English Pub. Það þarf ein­hver að sjá um að snúa hjóli at­vinnu­lífs­ins og drekka allt þetta of­ur­skattlagða vín. Þar var Tinna Brá Bald­vins­dótt­ir í Hrím og Ari Eld­járn grín­isti og kær­asti henn­ar. Þau voru að koma af snekkju en fyrr um kvöldið hélt Tinna Brá upp á það að vera orðin 40 ára. Þar var líka Kamilla Ein­ars­dótt­ir rit­höf­und­ur og megaskvís, Jafet Máni Magnús­son leik­ari og kærast­inn hans, Rún­ar lögga, sem er mjög heit­ur. 

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður viðraði sig í vikunni.
Vil­hjálm­ur Hans Vil­hjálms­son lögmaður viðraði sig í vik­unni.

Nótt­in var frek­ar ró­leg fyrstu daga vik­unn­ar. Á þriðju­deg­in­um rakst hún á Óttar Páls­son koll­ega sinn af Logos lög­mannstof­unni og hinn koll­ega sinn, Vil­hjálm Hans Vil­hjálms­son, sem voru á gangi með Erpi Ey­vind­ar­syni rapp­ara. Greini­legt að eng­inn af þeim þarf frí í júlí vegna lok­ana á leik­skól­um lands­ins. 

Aníta Briem.
Aníta Briem. mbl.is/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir

La Prima­vera skartaði sínu feg­ursta í há­deg­inu á miðviku­dag­inn. Þar var formaður Viðreisn­ar Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ásamt Ásdísi Höllu Braga­dótt­ur ráðuneyt­is­stjóra í há­skóla-, iðnaðar og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu og Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra í Reykja­vík. Hörður Ægis­son rit­stjóri Inn­herja á Vísi var líka á svæðinu með óþekkt­um manni. 

All­ir og amma þeirra, sem voru ekki á fót­bolta­mót­um eða í laxveiði, fóru á Nick Cave í vik­unni. Nótt­in hafði nátt­úr­lega ekk­ert betra og hellti vel upp á sig áður en hún gekk inn í sal­inn. Tók líka með sér tvo bjóra ef ske kynni að hún yrði mjög þyrst á tón­leik­un­um og myndi leiðast mjög mikið. Hún stakk líka litl­um pela af Jager í tösk­una. Þar var geðlækn­ir­inn Óttar Guðmunds­son og Jó­hanna Þór­halls­dótt­ir söng­kona, Ilm­ur Stef­áns­dótt­ir leik­mynda­höf­und­ur og Val­ur Freyr Ein­ars­son leik­ari. Þar var líka Mar­grét Sjöfn Torp, eig­in­kona Andra Snæs Magna­son­ar rit­höf­und­ar. Nótt­in hefði al­veg viljað sjá hann enda kikn­ar hún alltaf í hnján­um þegar hann opn­ar mun­inn. Gunn­ar Her­sveinn rit­höf­und­ur og eig­in­kona hans Friðbjörg Ingimars­dótt­ir voru einnig á tón­leik­un­um. Hin fal­lega ólétta leik­kona Aníta Briem skellti sér líka á Cave með pabba sín­um Gulla Briem tromm­ara. Ef Nótt­in hefði tekið pabba sinn með þá hefðu þær verið smá í stíl. Pabbi Nótt­ar­inn­ar er bú­inn að vera svo­lítið óþekk­ur að und­an­förnu. Meira um það síðar! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda