Jón þarf þrjá tíma til að gera sig til

Jón Gnarr fer með hlutverk Felix í nýjum sjónvarpsþáttum sem …
Jón Gnarr fer með hlutverk Felix í nýjum sjónvarpsþáttum sem verið er að taka upp um þessar mundir.

Það er ekki tekið út með sældinni að vera leikari eins og Jón Gnarr þekkir vel. Hann leikur um þessar mundir í þáttunum Felix og Klara og þarf að verja dágóðum tíma í sminki áður en hann fær að stíga á stokk og leika. 

„Förðun tók 4 klukkustundir í byrjun en við erum nú komin niður í 3,“ skrifaði Jón á Instagram en vinnan er greinilega að slípast til. Hann birti mynd af sér í snyrtistól þar sem átt er við útlit hans. 

Útlit Jóns tekur töluverðum breytingum í þáttunum en hann er meðal annars með gervihúð sem breytir útliti hans töluvert. Það vakti einnig athygli þegar hann rakaði af sér hárið eftir forsetakosningarnar. Jón er með mikla hár­kollu í hlut­verki sínu í þáttunum. Hann leyfði sínu eig­in hári að njóta sín í kosn­inga­bar­átt­unni en um leið og hún var búin lét hann hárið fjúka. Það er víst svo heitt að vera með mikið hár und­ir hár­kollu Fel­ix.

Jón leikur Felix í þáttunum Felix og Klara en Edda Björgvinsdóttir fer með hitt aðalhlutverkið. Það er Ragnar Bragason sem leikstýrir þáttunum en hann gerði einmitt Vaktaseríurnar með Jóni. Tök­ur á Fel­ix og Klöru hóf­ust 23. apríl og standa yfir til 19. júlí. 

View this post on Instagram

A post shared by Jón Gnarr (@jongnarr)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál