Breski tónlistarmaðurinn og fyrrverandi One Direction-stjarnan, Louis Tomlinson, hefur opinberað gráu hárlokka sína. Söngvarinn, sem er 32 ára, bar silfurgráa hárið vel síðustu helgi á Glastonbury tónleikahátíðinni í Somerset á Englandi þar sem hann skemmti sér með vinum sínum og yngri systur sinni Lottie Tomlinson.
Tomlinson er mikill aðdáandi enska landsliðsins í fótbolta en liðið átti leik gegn Slóvakíu á EM karla í knattspyrnu á sunnudaginn. Auðvitað mætti Tomlinson með flatskjá á tónleikasvæðið en fljótlega sat hann með fjölda annarra breskra fótboltaunnenda sem fögnuðu svo saman þegar England vann Slóvakíu.
Gráu hárin hafa hægt og rólega verið að láta sjá sig hjá söngvaranum síðustu ár en það virðist ekki trufla hann neitt. Það er óhætt að segja að aðdáendur Tomlinson dýrka það hvað hann er með mikið sjálfstraust.
„Hárið á Tomlinson er það sem flestir eru að tala um á X (áður Twitter), þar sem heimafólk skrifar skrifar heilu málsgreinarnar til að verja hann. Þetta var ekki á bingóspjaldinu mínu. Það elska allavega allir silfurrefinn,“ segir einn aðdáenda hans.
Tomlinson gaf út sína fyrstu sólóplötu, Walls, árið 2020 en söngvarinn hélt tónleika á Íslandi árið 2022 í Origo-höllinni sem heppnuðust með prýði.