Tískudrottningin og áhrifavaldurinn, Lára Clausen, er komin á fast. Sá heppni heitir Jens Hilmar Wessman og er sonur Róberts Wessman athafnamanns og Sigríðar Ýrar Jensdóttur læknis. DV.is greinir frá sambandinu.
Lára varð fræg á Íslandi þegar hún, ásamt Nadíu Sif Líndal, heimsóttu tvo enska fótboltamenn á hótelherbergi í Reykjavík. Málið vakti heimsathygli og var töluvert skrifað um það hérlendis og erlendis.
Síðan þarna árið 2020 hefur mikið vatn runnið til sjávar og virðist Lára vera yfir sig hamingjusöm með sinni nýfundnu ást.
Parið fór saman til Parísar á dögunum en Ólympíuleikarnir standa yfir í borginni um þessar mundir. Hvað er rómantískara en að kyssast fyrir framan Eiffel-turninn og njóta þess að vera til?