Lætur fötlun ekki stoppa sig og tók þátt í Ungfrú Ísland

Matthildur Emma Sigurðardóttir tók þátt í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland sem fram fór í Gamla bíó í gærkvöldi. Hún er 18 ára gömul og stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja en setur stefnuna á sálfræðinám eftir útskrift. Hún tók þátt í keppninni til að auka sýnileika fatlaðs fólks en hún fæddist með rýran hægri fót og hefur gengið með gervifót síðan hún var eins árs gömul. 

„Ég hef fylgst mjög lengi með þessari keppni og hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á henni. Það skiptir ekki hvernig þú ert byggður eða hvaðan þú kemur, þú getur gert allt sem þú villt,“ segir Matthildur Emma í samtali við Smartland. Alls tóku 25 stelpur þátt í fegurðarsamkeppninni og var Matthildur Emma á meðal 15 efstu keppendanna. 

Hvernig var undirbúningurinn?

„Við byrjuðum í byrjun júní að mæta tvisvar í viku og æfa alla keppnina á sviðinu, dansinn og göngulagið. Svo í byrjun júlí byrjuðum við að æfa spurningarnar, hvað á að segja og hvað við stöndum fyrir. Það var geggjað að kynnast þessum stelpum.“

Matthildur Emma Sigurðardóttir keppti í Ungfrú Ísland sem fram fór …
Matthildur Emma Sigurðardóttir keppti í Ungfrú Ísland sem fram fór í gær. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig leið þér í keppninni?

„Mér leið mjög vel og þetta var svo gaman. Ég er mjög stolt af því að hafa komist í topp 15. Ég viðurkenni að ég var alveg svolítið stressuð yfir því að labba á bikiníinu, líka þegar kom að því að æfa þetta með stelpunum en ég var spurð fyrir keppnina hvort þetta væri alveg eitthvað sem ég gæti gert uppi á sviði og það kom ekki annað til greina en að gera þetta,“ segir Matthildur Emma. 

Hvað tekur nú við eftir keppnina?

„Ég ætla að reyna að vera virkari á samfélagsmiðlum og koma mínum málefnum á framfæri þar. En ég mun örugglega taka þátt aftur, líklega á þar næsta ári eða eitthvað eftir að,“ segir hún. 

Matthildi hafði lengi dreymt um að taka þátt í Ungfrú …
Matthildi hafði lengi dreymt um að taka þátt í Ungfrú Íslands. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál