„Langaði að vera í einhverju sem enginn hafði séð áður“

Gummi kíró í fötum frá portúgalska hönnuðinum Luis Carvalho.
Gummi kíró í fötum frá portúgalska hönnuðinum Luis Carvalho. Ljósmynd/Aðsend

Kírópraktorinn og áhrifavaldurinn Guðmundur Birkir Pálmason, oftast kallaður Gummi kíró, reynir að vekja athygli með fatastíl sínum og hefur undanfarin ár farið aðrar leiðir en flestir. Hann hefur verið þekktur fyrir ást sína á merkjavörum en er nú farinn að sækja í einstakari fatnað sem sést ekki víða.

Nýjustu fötin hans hafa vakið athygli en þau eru eftir portúgalska fatahönnuðinn Luis Carvalho sem á fatamerki í sama nafni. Luis hefur verið verið í tískubransanum í yfir tíu ár og er þekktur fyrir föt sniðin á klassískan hátt öðruvisí smáatriðum. Hann leikur sér að því að taka klassísk snið í sundur og endurgerir þau á sinn hátt. Gummi segist stoltur af því að hafa klæðst fötum frá hönnuðinum. 

„Mig langaði að vera í einhverju sem enginn hefur séð áður og myndi vekja athygli. Ég hef fylgst með honum um nokkurt skeið og sendi á PR-manneskjuna hjá honum að mig langaði að klæðast einhverju frá honum,“ segir Gummi í samtali við Smartland. 

Kraginn á jakkanum er skemmtilegur og öðruvísi.
Kraginn á jakkanum er skemmtilegur og öðruvísi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál