Instagram: Helgi Ómars hljóp með kærastanum

Golf, hveitibrauðsdagar, maraþon og stórafmæli í útlöndum.
Golf, hveitibrauðsdagar, maraþon og stórafmæli í útlöndum. Samsett mynd

Helgin á Instagram var viðburðarrík og vantaði ekki gleðina í fólk. Margir hlupu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sumir skemmtu sér á Menningarnótt og aðrir kvöddu sumarið á erlendri grundu. 

Tónlistarkonurnar Laufey og GDRN spiluðu fyrir fjölmarga, Laufey í Bangkok en Guðrún á Arnarhóli. Fanney Ingvarsdóttir varði hveitibrauðsdögunum í Ítalíu og fyrrverandi forsetafrúin Eliza Reid var í skýjunum með medalíuna. Helgi Ómars hljóp í Reykjavíkurmaraþoninu með kærastanum og góðum vinum.

Sæt og fín!

Karitas María Lárusdóttir, einkaþjálfari og áhrifavaldur, klæddi sig í sitt fínasta púss í tilefni af brúðkaupi. 

Sló í gegn!

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir söng fyrir fullu húsi í höfuðborg Taílands, Bangkok, um helgina. 

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

Alltaf gott í Eyjum!

Pattra Sriyanonge skellti sér í kvennaferð til Vestmannaeyja og sýndi golftaktana.

Brúðkaupsferð á draumastað!

Fann­ey Ingvars­dótt­ir, markaðsfull­trúi Bi­oef­fect og fyrr­ver­andi feg­urðardrottn­ing, og Teit­ur Reyn­is­son, viðskipta­fræðing­ur í Lands­bank­an­um, eru stödd við Como-vatn í brúðkaupsferð. Hjónin giftu sig í Dóm­kirkj­unni í Reykja­vík á dögunum. 

Það styttist!

Áhrifavaldurinn Fanney Dóra Veigarsdóttir á von á sínu öðru barni á komandi vikum. Hún klæddi sig upp á dögunum og fagnaði ástinni í brúðkaupi vinahjóna sinna. 

Kveðjur frá Prag!

Ragn­hild­ur Þórðardótt­ir, bet­ur þekkt sem Ragga nagli, nýtur lífsins í Prag um þessar mundir. 

Skellti sér í hlaupaskóna!

Helgi Ómarsson, ljósmyndari og hlaðvarpsstjarna, hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka ásamt sambýlismanni sínum Pétri Björg­vini Sveins­yni og fleiri góðum vinum. 

Hvöttu af hliðarlínunni!

Fjöl­miðlamaður­inn Fel­ix Berg­son og stjórn­mála­fræðing­ur­inn Bald­ur Þór­halls­son voru afar stoltir af fjölskyldu sinni sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardag.

Mæðgur í stuði!

Eva Laufey Kjaran skellti sér í skemmtiskokkið ásamt dóttur sinni. 

Stórafmæli!

Helga Þóra Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra Íslands, fagnaði afmæli sínu með stæl í Kaupmannahöfn. 

Í Los Angeles!

Áhrifavaldurinn Brynja Bjarnadóttir Anderiman nýtur lífsins í Los Angeles í Kaliforníu þessa dagana. 

Alsæl með medalíuna!

Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú Íslands, var alsæl með medalíuna eftir að hafa tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu.

View this post on Instagram

A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid)

Allt í blóma í Grikklandi!

Móeiður Lárusdóttir fagnaði 32 ára afmæli sínu með stæl í Grikklandi, en þemað var blómlegt og afar fallegt. 

Glæsileg á Menningarnótt!

Tónlistarkonan Guðrún Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, kom fram á Menningarnótt. 

View this post on Instagram

A post shared by GDRN (@eyfjord)

Afmælisfögnuður!

Áhrifavaldurinn Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í Gúmmíbát, hélt líka upp á afmæli sitt!

Lífið er ljúft í Sardiníu!

Það væsti ekki um þjálfarann Telmu Fanneyju Magnúsdóttur sem var stödd á Ítalíu í vikunni.

View this post on Instagram

A post shared by Telma Fanney (@telmaafanney)

Hljóp hálft maraþon í annað sinn!

Tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir hljóp hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu og kom sjálfri sér á óvart.

 Á uppáhalds staðnum!

Áhrifavaldurinn og tískudrottning Sigríður Ýr naut sín í Suður-Frakklandi en það er hennar uppáhalds staður.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál