„Hver er þessi dökkhærða kona við hlið konungsins?“

Friðrik Danakonungur og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Friðrik Danakonungur og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ritzau Scanpix/Bo Amstrup

Við gala­kvöld­verð ætluðum ís­lensku for­seta­hjón­un­um í Kristjáns­borg­ar­höll­inni í gær, var danski fréttamiðill­inn B.T. á staðnum til að ná and­rúms­loft­inu og mynd­um af viðburðinum. Les­end­ur miðils­ins urðu ansi upp­tekn­ir af því hvaða kona þetta væri við hlið Friðriks Dana­kon­ungs.

Spurn­ing­ar eins og: „Hver er þessi dökk­hærða kona við hlið kon­ungs­ins?“ og „hver er dökk­hærða, unga kon­an sem sit­ur á milli Friðriks kon­ungs og Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráðherra?“

Eft­ir snögga yf­ir­ferð yfir gestal­ist­ann komst press­an að því að um ræddi Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra. Þór­dís Kol­brún var klædd í kjól frá ís­lenska hönnuðinum Andr­eu og nokkuð ljóst að hún hafi vakið at­hygli les­enda B.T.

For­seta­hjón­in Halla Tóm­as­dótt­ir og Björn Skúla­son eru nú í op­in­berri heim­sókn í Dana­veldi og var kvöld­verður­inn hluti af dag­skrá heim­sókn­ar­inn­ar.

Frétt­in á B.T.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Mette Frederiksen.
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra og Mette Frederik­sen. Ritzau Scan­pix/​Bo Amstrup
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda