Hafdís og Kleini áætla að opna húsgagnaverslun

Einkaþjálfarinn Hafdís Björg Kristjánsdóttir og athafnamaðurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson, Kleini, eru að undirbúa opnun á sinni eigin húsgagnaverslun. 

„Verslunin hefur enn ekki fasta staðsetningu þar sem hún er enn í uppsetningarferli. Húsgögnin sem verða í boði munu vera frábrugðin því sem nú þegar er til á markaðnum á Íslandi. Við ætlum að leggja áherslu á fjölbreytileika og nýjungar,“ segir Kleini í samtali við Smartland. 

Kleini segir að planið sé að vera með bæði verslun og netverslun. 

„Opnun verslunarinnar mun fara fram þegar markaðurinn hefur verið rýndur og greindur til að tryggja að vöruframboðið mæti þörfum og óskum viðskiptavinanna,“ segir hann. 

Parið byrjaði saman í lok mars 2023 og þau hafa verið fyrirferðarmikil á samfélagsmiðlum. Á rúmlega einu og hálfu ári hafa þau trúlofað sig, byrjað að búa saman og tekið samfélagsmiðlapásu svo eitthvað sé nefnt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda