Oddný Eir og Gunnar Smári að hittast

Oddný Eir Ævarsdóttir og Gunnar Smári Egilsson eru nýtt par.
Oddný Eir Ævarsdóttir og Gunnar Smári Egilsson eru nýtt par. Samsett mynd

Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur og Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, eru að hittast. Þau hafa sést saman uppi á síðkastið eins og til dæmis í Borgarleikhúsinu og á fleiri stöðum. 

Gunnar Smári og fyrrverandi kona hans, Alda Lóa Leifsdóttur, fóru hvort í sína áttina fyrir nokkrum misserum. Gunnar Smári var ekki lengi á lausu.

Nú hefur hann fundið ástina í örmum skáldsins sem er höfundur sjálfsævisögubókarinnar esseyjan Blátt blóð: í leið að kátu sæði sem kom út 2015. Í bókinni segir hún frá reynslu sinni af ófrjósemi og þeirri sterku þrá að eignast barn. Amazon Crossing nældi sér í útgáfuréttinn af bókinni og gaf hana út sem rafbók. 

11 ára aldursmunur er á parinu en Gunnar Smári er fæddur 1961 en Oddný Eir 1972. 

Smartland óskar Gunnari Smára og Oddnýju Eir til hamingju með ástina! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda