Hvernig var árið 2024? Hver skaraði fram úr? Hver sýndi ómældan náungakærleik?
Í ár ætlar Smartland Mörtu Maríu að velja manneskju ársins. Lesendur geta tilnefnt þá manneskju sem þeim finnst verðskulda að bera þennan titil.
Það er ekki til nein ein uppskrift að því sem einkennir manneskju ársins. Manneskja ársins er gæti verið einstaklingur sem hefur skarað fram úr og skilið eftir sig djúp spor í samfélaginu og gert það að betri stað. Manneskja ársins er alltaf til í að leggja mikið á sig til þess að ná árangri. Hún kann að setja mörk, getur hlustað, framkvæmt og verið þannig fyrirmynd fyrir okkur hin