Eiríkur Rögnvaldsson fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp áskrift sinni að Heimildinni.
Þetta gerði hann eftir að fregnir bárust af því að Mannlíf, sem er í ritstjórn Reynis Traustasonar, og Heimildin, sem er í ritstjórn Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur og Jóns Trausta Reynissonar, séu að renna saman í eitt.
Eiríkur getur ekki hugsað sér að styðja það að Reynir Traustason eigi áhyggjulaust ævikvöld.
„Ég hef verið áskrifandi að Heimildinni frá upphafi, og var einnig áskrifandi að Stundinni og styrkti Kjarnann,“ segir Eiríkur í færslu á Facebook-síðu sinni og heldur áfram:
„Mér finnst mikilvægt að styrkja óháða fréttamennsku en það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld. Þess vegna hef ég sagt áskrift minni að Heimildinni upp.“
Þess má geta að Reynir Traustason er fæddur 1953 og er 71 árs gamall.