Fann ástina og seldi húsið

Jóhann Gunnar Baldvinsson og Vala Guðnadóttir.
Jóhann Gunnar Baldvinsson og Vala Guðnadóttir. Ljósmynd/Facebook

Tónlistarmaðurinn Valgerður Guðnadóttir, eða Vala Guðna eins og hún er kölluð, frumsýndi kærasta sinn á félagsmiðlum á nýársdag. Sá heppni heitir Jóhann Gunnar Baldvinsson. Parið er yfir sig ástfangið eins og ljósmyndir frá áramótunum gefa til kynna. 

Árið 2024 var viðburðarríkt hjá Völu Guðna. Hún setti einbýlishús sitt við Borgarholtsbraut á sölu í september og seldist það á dögunum. Heinz Bösch keypti húsið af Völu en um er að ræða 200 fm einbýlishús sem reist var 1961.

Ljósmynd/Facebook

Nýtt eldhús og stór garður 

Búið var að taka húsið í gegn að hluta til. Það var búið að endurnýja innréttingar í eldhúsi og skipta um gólfefni. Í kringum húsið er myndarlegur garður sem búið var að nostra við en hann er 1000 fm að stærð. 

Hér má sjá einbýlishúsið sem Vala seldi á dögunum.
Hér má sjá einbýlishúsið sem Vala seldi á dögunum.

Smartland óskar Völu til hamingju með ástina og söluna á húsinu! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda