Ástin var í forgrunni um áramótin hjá nýjasta parinu í bænum, þeim Anný Rós Guðmundsdóttur öldrunarlækni og fasteignasalanum Guðlaugi Inga Guðlaugssyni sem starfar hjá Eignarmiðlun. Parið birti fallega svarthvíta mynd af sér á samfélagsmiðlinum Instagram og Vísir greindi fyrst frá sambandi þeirra.
Smartland hefur fjallað um fasteignakaup parsins áður en Anný Rós festi kaup á glæsilegu einbýlishúsi við Gullakur 2 ásamt fyrrverandi manni sínum, Gottskálki Gizurarsyni lækni, 25. nóvember 2024. Þau keyptu húsið í skúffunni en eignin var aldrei auglýst til sölu.
Í desember keypti Gottskálk Anný Rós út úr húsinu og er það 100% í hans eigu núna.
27. september 2024 greindi Smartland frá því að glæsilegt heimili Guðlaugs Inga væri komið á sölu en fyrrverandi kona hans, Íris Ósk Valþórsdóttir rekstarstjóri Vaxa, var skráður eigandi hússins. Húsið vakti athygli fyrir flotta hönnun og fallega samsetningu á innanstokksmunum.
Smartland óskar Anný Rós og Guðlaugi til hamingju með ástina!