Eva klæddist glæsikjól þegar hún giftist Kára Stefáns

Eva Bryngeirsdóttir einkaþjálfari giftist Kára Stefánssyni á dögunum.
Eva Bryngeirsdóttir einkaþjálfari giftist Kára Stefánssyni á dögunum. Ljósmynd/Instagra

Eva Bryngeirsdóttir einkaþjálfari giftist Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á dögunum. Hann fær fæddur 1949 og hún 1987. 38 ára aldursmunur er á parinu og klæddist hún í sitt fínata púss þegar hjónin létu pússa sig saman. 

„Mig grunaði ekki heldur að hann hefði mætt allt of snemma í þennan heim! Eða hvort ég mætti of seint. Ég læri kannski einhvern tímann betur á tímann,“ segir Eva í færslu sinni á Instagram þar sem hún deilir myndum frá stóra deginum. 

Smartland greindi frá því í sumar að Kári og Eva hefðu farið saman á safn í Barcelona og stuttu síðar var hún flutt inn til hans. 

Það kom flest­um á óvart þegar það birt­ist í blöðunum að Kári hefði gengið í hnapp­held­una núna í jóla­ös­inni í des­em­ber með Evu Bryn­geirs­dótt­ur jóga­kenn­ara. Hann vildi þó ekki ræða um þetta til­tæki í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur blaðamann hjá Morgunblaðinu. 

„Í fyrsta lagi kem­ur þér þetta ekki við, þetta er einka­mál og ég ræði ekki per­sónu­leg mál, allra síst við blaðakonu af íhalds­blaði,“ seg­ir hann og snýr upp á sig þar sem við hitt­umst á skrif­stofu hans rétt fyr­ir jól­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda