Lana Björk forðast alla neikvæðni

Lana Björk forðast alla neikvæðni.
Lana Björk forðast alla neikvæðni.

Fata­merkið Kenzen hef­ur vakið mikla at­hygli á ár­inu en Lana Björk Krist­ins­dótt­ir er heil­inn á bak við það. Hún leik­ur einnig Sollu stirðu í Lata­bæ, forðast nei­kvæðni og vill hafa dag­inn vel
skipu­lagðan.

Set­urðu þér heil­su­mark­mið?

„Já, mér finnst alltaf mjög skemmti­legt að setja mér mark­mið og pæla aðeins í því hvernig mig lang­ar að hafa næsta ár þegar kem­ur að heilsu og hreyf­ingu. Í ár ákvað ég til dæm­is að byrja árið á því að sleppa öll­um auka­sæt­ind­um fyrstu þrjá mánuðina og það var mikið auðveld­ara en ég þorði að vona. Ég mun pottþétt gera eitt­hvað svipað núna 2025, það er svo gam­an að hafa smá svona áskor­un.“

Hvað ertu að fást við þessa dag­ana?

„99% af tím­an­um mín­um fer í að reka fyr­ir­tækið mitt Kenzen sem hef­ur stækkað ekk­ert smá hratt á þessu ári. Í raun fara all­ir dag­ar í það, hvort sem það er virk­ur dag­ur eða helgi. Það er svo gam­an að vinna við það sem maður hef­ur metnað fyr­ir svo mér líður alls ekki eins og ég sé í vinn­unni þar sem verk­efn­in eru jafn mörg og þau eru ólík. Ég leik einnig Sollu stirðu sem er mjög skemmti­legt og brýt­ur upp hvers­dags­leik­ann.“

Hvað get­ur þú sagt mér um upp­á­halds­mat­inn þinn?

„Upp­á­halds­mat­ur­inn minn er kalk­únn og allt meðlætið sem fylg­ir. Það er einnig svona mat­ur sem teng­ist oft­ast ótrú­lega skemmti­leg­um tím­um, hátíðum eða veisl­um.“

Sushi Social er uppáhaldsveitingastaður Lönu hér á landi.
Sus­hi Social er upp­á­haldsveit­ingastaður Lönu hér á landi.

Áttu þér upp­á­haldsveit­inga­hús?

„Á Íslandi er það Sus­hi Social, hef aldrei orðið fyr­ir von­brigðum þar, en ef ég ætti að velja stað er­lend­is þá verður það að vera Nobu. Fór á svo skemmti­leg­an Nobu-stað í Dubai og mat­ur­inn var eitt­hvað sér­stak­lega góður.“

Hvernig hugs­ar þú um heils­una?

„Ég reyni að hreyfa mig og finna hreyf­ingu sem mér finnst skemmti­leg. Ég tók rétt­ind­in fyr­ir Bar­re-þjálf­un fyrr á ár­inu þar sem ég hef verið í slík­um tím­um í lang­an tíma og elska það. Mér finnst ótrú­lega gam­an að finna hreyf­ingu þar sem ég get stundað með vin­kon­um mín­um, það ger­ir það svo mikið skemmti­legra. Ég reyni að vera meðvituð um að borða hollt án þess að pæla of mikið í því.“

Hvað færðu þér í morg­un­mat?

„Ég elska að fá mér gríska jóg­úrt með berj­um, mús­lí og dökku súkkulaði.“

Jensen-rúmið er á óskalista Lönu og kærasta hennar.
Jen­sen-rúmið er á óskalista Lönu og kær­asta henn­ar.

Ertu að safna þér fyr­ir hús­gagni?

„Já, við kærast­inn minn höf­um haft auga á Jen­sen-rúm­inu lengi og lang­ar að fjár­festa í því. Við flutt­um út á ár­inu og höf­um verið að kaupa einn og einn hlut inn í íbúðina sem hef­ur verið mjög skemmti­legt.“

Hvaða for­rit not­ar þú mest í sím­an­um þínum?

„Þetta er mjög erfitt að segja,“ seg­ir hún og hlær. „Mikið af vinn­unni fyr­ir Kenzen er í gegn­um sím­ann, hvort sem það er að svara skila­boðum, birta efni á sam­fé­lags­miðlum, búa til mynd­bönd og fleira. Ég sjálf nota Tikt­ok og Pin­t­erest mjög mikið og elska að fá inn­blást­ur þaðan.“

Er eitt­hvert lag sér­stak­lega mikið í spil­un hjá þér núna?

„Ég elska Don´t Smile með Sa­brina Carpenter þessa dag­ana og elska öll lög með Dra­ke. Hann er mest í spil­un hjá mér og hef­ur verið síðustu ár.“

Hvaða bók last þú síðast?

„Ég er að lesa bók núna sem heit­ir The In­ma­te eft­ir Freida McFadd­en og hún er mjög spenn­andi. Ann­ars las ég Verify þar á und­an sem var það spenn­andi að ég kláraði hana á ein­um degi og gat bara ekki hætt.“

Lana er stofnandi Kenzen sem hefur vakið mikla athygli hér …
Lana er stofn­andi Kenzen sem hef­ur vakið mikla at­hygli hér á landi.

Hvaða þætti ertu að horfa á núna?

„Við kærast­inn minn vor­um að klára þætti sem heita FROM sem voru sjúk­lega spenn­andi og við bíðum spennt eft­ir næstu seríu.“

Hvernig skipu­legg­ur þú dag­inn þinn?

„Ég elska að búa til lista yfir það sem ég á eft­ir að gera, þarf þá til þess að muna hluti þar sem ég get verið al­gjört fiðrildi. Ég var að kaupa skipu­lags­bók­ina sem Grace Bever­ly hannaði og ég er ótrú­lega spennt að byrja að nota hana, upp­setn­ing­in er al­veg geggjuð. Ég elska að vera í rútínu og hafa plan fyr­ir dag­inn. Mér finnst mjög gott að hafa allt fyr­ir fram­an mig á blaði eða í bók, ann­ars týn­ist það ein­hvers staðar í sím­an­um.“

Hvernig núllstill­ir þú þig?

„Mér finnst mjög gott að fara í hot yoga, sund með vin­kon­um mín­um eða verja tíma með fjöl­skyldu og systkin­um mín­um, þau fylla al­veg á batte­rí­in.“

Hvað reyn­ir þú að forðast í líf­inu?

„Alla nei­kvæðni. Ég á mjög erfitt með aðstæður eða fólk sem er nei­kvætt og er ekki lausnamiðað þar sem ég sjálf er mjög já­kvæð og lausna­drif­in. Einnig finnst mér gott að forðast óþarfa stress og reyni að rýna ekki oft djúpt í hluti sem skipta ekki máli.“

Hvaða mann­eskja hef­ur haft mest áhrif á líf þitt?

„Ég er ótrú­lega hepp­in með fólk í kring­um mig og lít mjög mikið upp til fjöl­skyld­unn­ar minn­ar. Ég verð samt að segja að Dýri Kristjáns­son, sem er stjúppabbi minn, hef­ur haft ótrú­lega mik­il áhrif á mig og hug­ar­far mitt. Ég hef verið svo hepp­in að fá að vinna með hon­um að verk­efn­um tengd­um Lata­bæ og hann er al­veg magnaður. Hann er svona mann­eskja sem all­ir þyrftu að eiga að, al­gjör pepp­ari, alltaf til staðar, já­kvæðasta mann­eskja í heimi og sér ein­hvern veg­inn bara það góða í hlut­un­um sem er oft al­veg mjög fyndið og lær­dóms­ríkt. “

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda